Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisnefnd (2002-2006)

3. fundur 01. ágúst 2002 kl. 15:30 - 18:15

3. fundur skipulags- og umhverfisnefndar Akraness var haldinn í fundarsal tækni- og umhverfissviðs Dalbraut 8, fimmtudaginn 1. ágúst 2002 kl. 15:30.

Mættir á fundi: Magnús Guðmundsson formaður
 Edda Agnarsdóttir
 Kristján Sveinsson
 Eydís Aðalbjörnsdóttir
 Þráinn E. Gíslason
Auk þeirra Ólöf Guðný Valdimarsdóttir skipulagsfulltrúi og Hafdís Sigurþórsdóttir sem ritaði fundargerð.

1. Krókatún 22-24, viðbygging   (00074303) Mál nr. SN020025
700498-2209 Skaginn hf, Bakkatún 26, 300 Akranesi
Lagt fram að nýju erindi Magnúsar H. Ólafssonar fh. Skagans hf. varðandi viðbyggingu við húsið nr. 22-24 við Krókatún.  Breytt tillaga.  Meðfylgjandi er bréf bæjarráðs dags. 25. júlí 2002.
Nefndin leggur til að erindið verði grenndarkynnt lóðarhöfum við Bakka-, Deildar-, Grundar- og Krókatún, samkvæmt 43. gr. laga nr. 73/1997. Jafnframt verði gangandi umferð tryggð að fjöru, í lóðamörkum 20 og 22 við Krókatún. Viðbótar landfylling og sjóvarnir vegna byggingarinnar verði unnar í samræmi við framtíðar frágang strandlengjunnar á svæðinu, á kostnað lóðarhafa.

2. Ægisbraut., deiliskipulag    Mál nr. SN010004
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Áður frestaðri lokatillögu hönnuða Arkitektar Hjördís og Dennis. Tillagan hefur verið auglýst samkvæmt 25. gr. laga nr. 73/1997.
Athugasemdir bárust frá eftirtöldum aðilum:
1. Þóra Grímsdóttir og Kjartan Valdimarsson bréf dags. 08.04.2002.
2. Þórður Þórðarson bréf dags. 06.06.2002.
3. Kristján Guðmundsson bréf dags.18.06.2002.
4. Halldóra Ingibjartsdóttir bréf dags. 25.06.2002.  Afrit af úrskurði úrskurðarnefndar.
5. Gísli Þór Aðalsteinsson 27.06.2002. Afrit af úrskurði úrskurðarnefndar.
6. Bára K. Guðmundsdóttir og Þorsteinn Hermannsson bréf dags. 01.07.2002.  Afrit af úrskurði úrskurðarnefndar.
7. Eiríkur Vignisson bréf dags. 03.07.2002.
8. Ágústa Hólm Jónsdóttir og Lúðvík Karlsson bréf dags. 03.07.2002.
9. Jórunn Guðmundsdóttir og Michael A. Claxton béf dags. 03.07.2002.
10. Torfi Guðmundsson og Lilja Birkisdóttir bréf dags. 03.07.2002.  Afrit af úrskurði úrskurðarnefndar.
11. Bjarney Guðbjörnsdóttir og Jorge William Flores Lugo bréf dags. 03.07.2002.
12. 12. Gunnar Þór Haraldsson og Svava S. Ragnarsdóttir bréf dags. 05.07.2002.
13. Elínborg Lárusdóttir og Birgir S. Björnsson ódags.
14. Rannveig Lárusdóttir og Guðmundur Björnsson ódags.
15. Íbúasamtök svæðisins kringum Ægisbraut bréf dags. 28.06.2002.  Afrit af úrskurði úrskurðarnefndar.
16. Sigurður Þórðarson og Sveinn Ingason samkvæmt umboði bréf dags. 1. júlí 2002.
Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa um athugasemdir.

Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa um athugasemdir, samþykkir nefndin eftirfarandi breytingar á auglýstri deiliskipulagstillögu:

1. Ægisbraut 15:
· Skilmálum fyrir lóðina Ægisbraut nr. 15 verði breytt með tilliti til að þar verði grænt svæði og bílastæði.
2. Ægisbraut 17:
Við aðrar athugasemdir undir Núverandi ástand í sérákvæðum skipulagsskilmála fyrir Ægisbraut 17 bætist:
,,Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála felldi með úrskurði uppkveðnum 22. febrúar 2002 úr gildi ákvörðun byggingarnefndar Akraness frá 21. mars 2000, sem staðfest var í bæjarstjórn 28. sama mánaðar, um að veita leyfi til byggingar hússins."
Skilmálar í sérákvæðum skipulagsskilmála fyrir Ægisbraut 17 verði svohljóðandi:
,,Breytt landnotkun: Athafnasvæði.
Undanþáguákvæði gr. 4.4 í almennum skipulagsskilmálum skulu gilda um vegghæð og hæð byggingar á lóðinni.
Ekki heimilt að byggja meira á lóðinni."
3. Ægisbraut 30:
·Leyfð verði stækkun lóðar til suðurs til að koma fyrir rými sunnan við húsið fyrir göngustíg við hús, bílastæði og  aðkomu að bílastæðinu innan lóðar.  Forsenda er að lóðarhafi geri undirritað samkomulag við lóðarhafa á viðkomandi lóð.
4. Vesturgata 121 og 121a:
· Braggi á lóðinni nr. 121a við Vesturgötu verði látinn standa.
5. Umferð:
· Merktar gangbrautir verði yfir Ægisbraut tengdar göngustígakerfi.
6. Leiksvæði barna og öryggi:
· Sett verði ákvæði um að leiksvæði fyrir börn á lóðunum 2-6 við Ægisbraut verði afgirt til að tryggja öryggi barna á svæðinu.
Auglýst tillaga er samþykkt með framangreindum breytingum.

Varðandi iðnaðarlóðir við Vallholt 3 og 5 tekur nefndin jákvætt í hugmynd um að gera ráð fyrir íbúðarlóðum á svæðinu.  Forsenda fyrir breytingunni yrði að vera að áhugi væri á að byggja þar íbúðir. Lagt er til að hugmyndin verði skoðuð og áhugi kannaður.  Sé áhugi fyrir hendi verði deiliskipulaginu breytt síðar með tilliti til þess.
Þráinn E. Gíslason sat hjá við afgreiðslu 2. liðs (Ægisbraut 17) samkvæmt 3. gr. Stjórnsýslulaga.nr. 37, 30. apríl 1993
.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:15.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00