Fara í efni  

Ritnefnd um sögu Akraness (2001-2012)

70. fundur 22. september 2008 kl. 17:15 - 19:00

RITNEFND SÖGU AKRANESS

 

Fundur nr. 70 var haldinn mánudaginn 22. september 2008 í fundarherbergi bæjarskrifstofu og hófst hann kl. 17:15.

_____________________________________________________________ 

Mættir voru:                 Jón Gunnlaugsson

                                    Björn Gunnarsson

                                    Leó Jóhannesson

                                    Bergþór Ólason

 

Auk Gunnlaugs Haraldssonar söguritara.

_____________________________________________________________

Formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.

Söguritari fór yfir stöðu verksins og sýndi með glærum hvernig verkið lítur út. Um er að ræða 2. og 3. kafla verksins (250 bls.). Sagan er að taka á sig mynd og er afar glæsileg á að líta.

Staða verksins í dag:

Verið er að brjóta  inn 4. kafla. Gert hefur verið vinnuplagg fyrir september ? nóvember og þar er gert ráð fyrir  að 4. kafla sé lokið á þeim tímapunkti. Þá eru eftir 5. - 6. kafli sem líklegt er að taki 1 mánuð hvor kafli. Verklok gætu verið í janúarmánuði 2009.

Verkið spannar tímabilið frá landnámsöld fram til 1850 og verða þetta tvö bindi.

Fleira ekki gert, fundi slitið.

Jón Gunnlaugsson (sign)

Leó Jóhannesson (sign)

Björn Gunnarsson (sign)

Bergþór Ólason (sign)

Gunnlaugur Haraldsson (sign)

 

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00