Fara í efni  

Ritnefnd um sögu Akraness (2001-2012)

49. fundur 02. júní 2003 kl. 18:00 - 19:15

50. fundur.  Ár 2003, mánudaginn 2. júní kom ritnefnd um sögu Akraness saman til fundar á skrifstofu bæjarstjóra og hófst fundurinn kl. 18:00.


Mættir:  Gísli Gíslason,
 Jósef Þorgeirsson,
 Leó Jóhannesson

Auk þeirra söguritari, Gunnlaugur Haraldsson.


1. Staða mála.
Nefndarmönnum var sent fyrir fundinn um 250 síður af upphafi II. bindis af Sögu Akraness en þar er um að ræða tímabilið frá 1851-1941.  Að auki var lagt fram bréf Gunnlaugs dags. 16.05.2003 þar sem farið er yfir nokkur atriði varðandi gang mála.   Gunnlaugur greindi frá því að nokkra kafla vanti í það tímabil sem sent hefur verið nefndarmönnum auk kafla frá 1900 ? 1941. Þeir kaflar hafa þegar veið skrifaðir í meginatriðum.
Gert var ráð fyrir að 2. bindi ætti að vera tilbúið í maímánuði en ljóst er að það verður ekki tilbúið fyrr en í lok sumars.

 

2.  Gunnlaugur greindi frá því að ljúka þurfi ritun alls efnisins í heild en fara síðan yfir verkið í heild og samræma hluti.

 

3. Rætt var um framgang mála og þá vinnu sem eftir er.

Stefnt er að því að halda næsta fund í lok ágúst eða byrjun september, en Gunnlaugur mun senda út frekari kafla þegar þeir verða tilbúnir.


 Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:15.

 Gísli Gíslason (sign)
 Jósef H. Þorgeirsson (sign)
 Leó Jóhannesson (sign)
 Gunnlaugur Haraldsson (sign)

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00