Fara í efni  

Ritnefnd um sögu Akraness (2001-2012)

5. fundur 06. mars 2002 kl. 18:00 - 19:15

Ár 2002, miðvikudaginn 6. mars kom ritnefnd um sögu Akraness saman til fundar á skrifstofu bæjarstjóra og hófst fundurinn kl. 18:00.

Mættir: Gísli Gíslason,
 Hrönn Ríkharðsdóttir,
 Ólafur J. Þórðarson,
 Jósef H. Þorgeirsson,
 Leó Jóhannesson.

Auk þeirra söguritari Gunnlaugur Haraldsson.

1. Viðaukasamningur um ritun sögu Akraness.

Lagður var fram ofangreindur samningur sem gerir ráð fyrir lokum starfsins 1. ágúst 2004.

2. Söguritari gerði grein fyrir því sem unnið hefur verið  og lagði fram 21. kafla 1. bindis sem hafði vantað í það sem áður var lagt fram og er þar um að ræða 47 síður.

3. Góður gangur er í ritun 2. bindis, en þar er töluvert meira um heimildir en frá tímanum sem áður hefur verið ritað um í 1. bindi.

Rætt var um efnis- og tímaskiptingu 2. og 3. bindis.  Gerir Gunnlaugur tillögu um að 2. bindi fjalli um tímann frá 1851-1941 og 3. bindi um tímann frá 1942.  Telur hann heppilegra að skipta þessari ritun í tímabil fremur en efnisþætti.  Í vinnuáætlun gerir Gunnlaugur ráð fyrir að ljúka ritun 2. bindis á síðari hluta ársins.  Þá voru lögð fram drög að efnisyfirliti 2. bindis sem skipt er í tvö tímabil, þ.e. 1851-1900 og 1900-1941.

4. Yfirferð 1. bindis.

Gunnlaugur óskaði eftir viðbrögðum nefndarmanna við efni 1. bindis.  Ákveðið var að nefndarmenn komi áliti sínu á framfæri við Gunnlaug.

 Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:15.

 Gísli Gíslason (sign)
 Ólafur J. Þórðarson (sign)
 Hrönn Ríkharðsdóttir (sign)
 Leó Jóhannesson (sign)
 Jósef H. Þorgeirsson (sign)
 Gunnlaugur Haraldsson (sign)

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00