Fara í efni  

Ritnefnd um sögu Akraness (2001-2012)

1. fundur 15. febrúar 2001 kl. 18:00 - 19:00
RITNEFND UM SÖGU AKRANESS
Ár 2001, fimmtudaginn 15. febrúar kom ritnefnd um Sögu Akraness saman til fundar í fundarsal á skrifstofu bæjarins að Stillholti 16-18 og hófst fundurinn kl. 18:00.
 
Mættir: Gísli Gíslason,
 Ólafur J. Þórðarson,
 Jósef H. Þorgeirsson
 Leó Jóhannesson,
 Hrönn Ríkharðsdóttir.
Auk þeirra söguritari Gunnlaugur Haraldsson.
 
Gunnlaugur gerði grein fyrir því að fyrir liggi gróf drög að 1. bindi.  Um er að ræða um 800 síður af efni sem þarf þó að skera talsvert niður.
Hann lagði fram um 150 síður sem sýnishorn af efninu.  Farið var yfir það efni á fundinum.
Rætt var um gerð korta og uppdrátta við það efni sem sett verður fram og var ákveðið að formaður og söguritari hitti fulltrúa Landmælinga Íslands.
Ákveðið að huga að fundi eftir 2-3 vikur. 
 
 Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:00.
 
 Gísli Gíslason (sign)
 Hrönn Ríkharðsdóttir (sign)
 Ólafur J. Þórðarson (sign)
 Jósef H. Þorgeirsson (sign)
 Gunnlaugur Haraldsson (sign)
 Leó Jóhannesson (sign)
   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00