Fara í efni  

Öldungaráð

19. fundur 01. desember 2023 kl. 09:00 - 11:00 í Miðjunni, Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Kristján Sveinsson aðalmaður
  • Erla Dís Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Jóna Á. Adolfsdóttir aðalmaður
  • Böðvar Jóhannesson aðalmaður
  • Ragnheiður Helgadóttir aðalmaður
  • Þjóðbjörn Hannessson varamaður
Starfsmenn
  • Laufey Jónsdóttir verkefnastjóri
  • Sveinborg Kristjánsdóttir deildarstjóri farsældarþjónustu fullorðinna
  • Kristín Björg Jónsdóttir deildarstjóri stuðnings- og stoðþjónustu
Fundargerð ritaði: Laufey Jónsdóttir forstöðumaður stuðnings og stoðþjónustu
Dagskrá
Elsa Lára Arnardóttir formaður starfshóps um stefnumörkun í öldrunarþjónustu sat fundinn fyrir hönd starfshópsins.

1.Starfshópur um stefnumótun öldrunarþjónustu

2109144

Kynnt verða drög að skýrslu starfshóps um stefnumörkun í öldrunarþjónustu. Farið verður yfir helstu tillögur starfshópsins.
Elsa Lára kynnti vinnu og niðurstöðu starfshópsins. Til fundarins mættu ásamt starfshópi, 10 frá stjórn FEBAN og fulltrúar Öldungaráðs.
Gestir þökkuðu fyrir mjög góða vinnu starfshópsins og lögðu um leið áherslu á að þær tillögur sem kynntar voru næðu fram að ganga.
Feban mun fara í gegnum niðurstöður starfshópsins, velja áhersluatriði til að fylgja eftir við stjórnvöld.
Feban telur einnig að það þurfi að afmarka verkefnið og forgangsraða. Lögð verði áhersla á þann hóp aldraðra sem eru algerlega óvirkir og eru bara heima hjá sér. Það þurfi að taka vel utan um þann hóp. Meðal annars þarf að tryggja að upplýsingar berist til fólks en það eru ekki allir á samfélagsmiðlum. Því þurfi að senda aðilum í pósti upplýsingar um þá viðburði og þá þjónustu sem er í boði. Einnig er lögð áhersla á að hringja í fólk því samtalið skipti máli.

Feban lagði áherslu á að framfylgja því að "Allir séu í sama liði" og eldra fólk sé "Virði en ekki byrði" og unnið verði út frá þeirri hugmyndafræði.

Fundi slitið - kl. 11:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00