Fara í efni  

Öldungaráð

9. fundur 22. janúar 2021 kl. 11:00 - 12:00 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Liv Aase Skarstad formaður
  • Kristján Sveinsson aðalmaður
  • Elínbjörg Magnúsdóttir aðalmaður
  • Elí Halldórsson aðalmaður
  • Jóna Á. Adolfsdóttir aðalmaður
  • Þjóðbjörn Hannesson aðalmaður
  • Ragnheiður Helgadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Laufey Jónsdóttir
Fundargerð ritaði: Laufey Jónsdóttir verkefnastjóri stuðningsþjónustu
Dagskrá
Svala Hreinsdóttir sviðsstjóri Velferðar og mannréttindasviðs sat fundinn.

1.Jafnlaunastefna Akraneskaupstaðar

2005060

Á 1317. fundi bæjarstjórnar þann 8. september 2020 var Jafnlaunavottun vísað til umsagnar í fagráðum, ungmennaráði og öldungaráði Akraness. Öldungaráð fjallaði ekki um jafnlaunavottunina og nú er búið að samþykkja hana í bæjarráði. Hún verður því lögð fram til kynningar. Steinar Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslusviðs eða Harpa Hallsdóttir mannauðsstjóri mæta á fundinn.
Lagt fram til kynningar. Öldungaráð fagnar þessu skrefi í jafnréttismálum.

2.Umhverfisstefna Akraneskaupstaðar

1811112

Ráðið fjallaði um stefnuna á fundi sínum í júní 2020 en síðan var ákveðið að senda stefnuna aftur til umsagnar allra ráða og einnig til almennings.
Meðfylgjandi er endanleg stefna og er óskað eftir annarri umsögn frá Öldungaráði.
Nokkuð margir hafa sent inn sínar umsagnir og meðal annars eru ábendingar um aðgengi fyrir aldraða um götur og gangstéttir bæjarfélagsins, um gögnustíga í Garðalundi og fleira. Ráðsmenn eru hvattir til að skoða þessa stefnu út frá þörfum aldraðra og koma með ábendingar á fundinn.
Ráðið vísar í fyrri bókun sem fjallað var um á fundi ráðsins 3. júní 2020. Þar að auki hvetur ráðið til að stefnan verði sífellt í endurskoðun. Einnig að göngustígum verði vel við haldið og markvissar endurbætur í gangi.

3.Gjaldskrár 2021

2012274

Fyrirspurn kom fram um gjald á aldrað fólk í sundlaugar bæjarfélagsins.
Öldungaráðið óskar eftir því að ákvörðun um gjald á aldraða í sund verði endurskoðað. Þess í stað verði þeir sem eiga lögheimili annars staðar að greiða fullt gjald en frítt verði fyrir eldri borgara sem eiga lögheimili í bæjarfélaginu eins og verið hefur.

Fundi slitið - kl. 12:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00