Fara í efni  

Öldungaráð

7. fundur 17. janúar 2020 kl. 10:30 - 11:30 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Liv Aase Skarstad formaður
  • Kristján Sveinsson aðalmaður
  • Elí Halldórsson aðalmaður
  • Jóna Á. Adolfsdóttir aðalmaður
  • Þjóðbjörn Hannesson aðalmaður
  • Ragnheiður Helgadóttir aðalmaður
  • Ragnheiður Stefánsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Sveinborg Kristjánsdóttir
  • Laufey Jónsdóttir
Fundargerð ritaði: Laufey Jónsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni aldraðra, nr.125/1999 - Öldungaráð

1901119

Á fundi bæjarráðs í desember 2019 var ákveðið að óska eftir umsögn og úrvinnslu öldungaráðsins á eftirfarandi:
383. máli til umsagnar - frumvarp til laga um um breytingu á lögum um málefni aldraðra, nr. 125/1999 (öldungaráð).

Allar upplýsingar eru á meðfylgjand slóð:
https://www.althingi.is/altext/150/s/0489.html
Öldungaráð fagnar þeim breytingum sem fram koma í þingskjali 489-383. mál. í frumvarpi til laga um breytingu á lögum um málefni aldraðra nr. 125/1999. Með þessum lögum er tryggt að eldri borgarar hafi rödd og geti haft áhrif á skipulag og stefnumótun þjónustunnar.

2.Dalbraut 4 - innra skipulag

1904230

Kynnt hugmynd að samráði við íbúa 60 ára og eldri varðandi starfsemi og innra skipulag miðstöðvar að Dalbraut 4.
Öldungaráð leggur til að haft verði samráð við íbúa Akraneskaupstaðar um starfsemi þjónustumiðstöðvar að Dalbraut 4. Íbúar 60 ára og eldri eru sérstaklega boðnir velkomnir.

Fundi slitið - kl. 11:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00