Fara í efni  

Notendaráð um málefni fatlaðs fólks á Akranesi

19. fundur 31. janúar 2024 kl. 16:15 - 17:30 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Halldór Jónsson aðalmaður
  • Ólöf Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Böðvar Guðmundsson aðalmaður
  • Sólveig Salvör Sigurðardóttir aðalmaður
  • Jóhanna Nína Karlsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sveinborg Kristjánsdóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
  • Berglind Ósk Jóhannesdóttir ráðgjafaþroskaþjálfi
  • Björnfríður Björnsdóttir verkefnastjóri
  • Laufey Jónsdóttir forstöðumaður stuðnings- og stoðþjónustu
Fundargerð ritaði: Sveinborg Kristjánsdóttir deildarstjóri farsældarþjónustu fullorðinna
Dagskrá

1.Stefnumótun Akraneskaupstaðar

2209259

Kynning á drögum af heildarstefnu fyrir Akraneskaupstað sem er í vinnslu.
Notendaráð þakkar Valdísi Eyjólfsdóttur verkefnastjóra góða kynningu á drögum um heildarstefnumótun Akraneskaupstaðar.
Notendráð leggur áherslu á að fá að fylgjast áfram með framvindu verkefnisins.

2.Reglur um gjaldskrá stuðningsþjónustu (félagslegrar heimaþjónustu)

2401162

Kynnt verða drög að nýjum reglum um gjaldskrá stuðningsþjónustu sem eru í endurskoðun.
Notendaráð þakkar Laufeyju Jónsdóttur forstöðumanni stuðnings- og stoðþjónustu góða kynningu á drögum á reglum um gjaldskrá stuðningsþjónustu (félagslegrar heimaþjónustu).

3.Reglur um stuðnings- og stoðþjónustu Akraneskaupstaðar

2311388

Kynnt verða drög að reglum um stuðnings- og stoðþjónustu Akraneskaupstaðar sem eru í endurskoðun.
Notendaráð þakkar Björnfríði Björnsdóttur þroskaþjálfa og verkefnastjóra í stuðnings- og stoðþjónustu góða kynningu á drögum á reglum um stuðnings- og stoðþjónustu Akraneskaupstaðar. Notendaráð óskar eftir því að fá drög að reglunum aftur inn til umsagnar áður en þær fara til ákvörðunar inn í bæjarstjórn.

Fundi slitið - kl. 17:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00