Fara í efni  

Notendaráð um málefni fatlaðs fólks á Akranesi

3. fundur 28. september 2020 kl. 16:15 - 17:30 í Frístundamiðstöðinni Garðavelli
Nefndarmenn
  • Sigríður Margrét Matthíasdóttir aðalmaður
  • Borghildur Birgisdóttir varamaður
  • Böðvar Guðmundsson aðalmaður
  • Sólveig Sigurðardóttir aðalmaður
  • Halldór Jónsson aðalmaður
  • Kristín Þóra Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Sylvía Kristinsdóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Svala Hreinsdóttir sviðsstjóri Velferðar- og mannréttindaráðs
Dagskrá

1.Fjöliðjan - uppbygging á Dalbraut 10

1910179

Á fundi bæjarráðs þann 8. apríl sl. beindi Skipulags- og umhverfisráð því til bæjarráðs að stofnaður yrði vinnuhópur um viðhald og stækkun húss Fjöliðjunnar vinnu- og hæfingarstað við Dalbraut 10 vegna bruna sem átti sér stað í starfsstöðinni 7. maí 2019. Bæjarráð fól bæjarstjóra að skipa vinnuhópinn með fulltrúum embættismanna. Vinnuhópurinn leggur nú fyrir Notendaráð nokkrar mögulegar sviðsmyndir um uppbyggingu og óskar eftir umsögn Notendaráðs.
Notendaráð fagnar einróma ákvörðun bæjarstjórnar á sínum tíma um metnaðarfulla endurbyggingu starfsemi Fjöliðjunnar á Dalbraut.

Jafnframt fagnar notendaráð starfi vinnuhóps sem falið var að leggja fram mismunandi sviðsmyndir að uppbyggingunni. Í ljósi gjörbreyttra forsenda, með brotthvarfi N1 af svæðinu, beinir notendaráð því til bæjarráðs að skoða betur frá grunni heildar uppbyggingu á svæðinu með það að markmiði að starfsemi Fjöliðjunnar og Búkollu gæti mögulega tengst annarri starfsemi Akraneskaupstaðar sem færi fram á svæðinu. Þegar sá kostur liggur fyrir er fyrst hægt að taka afstöðu til uppbyggingarinnar.

Fundi slitið - kl. 17:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00