Fara í efni  

Menningarmálanefnd (2013-2014)

3. fundur 04. júní 2013 kl. 16:30 - 18:35 í Bókasafni Akraness, Dalbraut 1
Nefndarmenn
  • Guðríður Sigurjónsdóttir formaður
  • Björn Guðmundsson aðalmaður
  • Hjördís Garðarsdóttir aðalmaður
  • Þorgeir Jósefsson aðalmaður
  • Helga Kristín Björgólfsdóttir varamaður
Fundargerð ritaði: Guðríður Sigurjónsdóttir formaður
Dagskrá

1.Bókasafn - kynning á starfsemi safnanna

1305223

Halldóra Jónsdóttir bókasafnsvörður, Erla Dís Sigurjónsdóttir, starfandi héraðsskjalavörður og Nanna Þóra Áskelsdóttir mættu til fundar.
Kynntu þær fyrir nefndarmönnum þá starfsemi sem er í safninu og þjónustu sem safnið býður upp á. Halldóra greindi frá samstarfi við grunnskólana á Akranesi, FVA, Símenntunarmiðstöð Vesturlands, fjarnámsnema og námsfólk í Svöfusal. Bókasafnið er hluti af víðtæku samstarfsneti bókasafna, skóla og stofnana.

Erla Dís sagði frá því að héraðsskjalasafnið er 20 ára um þessar mundir. Í safninu fer fram móttaka og varðveisla skjala og eftirlitsfylgni til opinberra aðila með lagalegri varðveislu gagna. Fram kom hjá henni að verulega skorti á að stofnanir Akraneskaupstaðar sinntu skilaskyldu sinni á skjölum.

Nanna Þóra sagði frá ljósmyndasafninu. Safnið er 10 ára. 35.000 myndir eru komnar inn á vef safnsins. Mikil vinna hefur farið í að skanna inn myndir, merkja þær og breyta leitarflokkum.

Söfnin eru rekin sem ein rekstrareining en hafa ólík hlutverk og vinna að óskyldum verkefnum en nýta sama húsa- og tækjakost samkvæmt ákveðnum innanhúsreglum. Söfnin starfa eftir mismunandi lögum.

Þær viku af fundi kl. 17:35

2.Bæjarlistamaður Akraness 2013

1304192

Á fundi menningarmálanefndar þann 30. apríl 2013 var ákveðið að auglýsa inn á vef Akranesskaupstaðar eftir tilnefningum til bæjarlistamanns fyrir árið 2013. Alls bárust tilnefningar um 7 aðila. Nefndin ræddi þær tilnefningar sem bárust. Formanni falið að kynna bæjarstjórn ákvörðun meirihluta nefndarinnar.
Bæjarlistamaður verður útnefndur á 17. júní. Fær hann að launum starfsstyrk kr. 500.000, að öðru leyti er vísað í reglur um starfsstyrk bæjarlistamanns.

3.Menningarmálanefnd - önnur mál

1304191

Fundargerðir frá 5. og 6. fundi starfshóps um 17. júní og Írska daga kynntar og ræddar.

Formaður kynnti drög að dagskrá 17. júní ásamt fjárhagsáætlun.
Nefndin ítrekar bókun sína frá síðasta fundi þar sem hún kallar eftir upplýsingum frá bæjarstjóra um viðbrögð við útboði vegna viðburða á 17. júní og Írskra daga sumarið 2013.

Reglur á tjaldsvæðinu í Kalmansvík á Akranesi á Írskum dögum 5. til 7. júlí 2013. Nefndin vísar þeirri umfjöllun til Framkvæmdaráðs.

Guðríður greindi frá því að hún ásamt Önnu Leif verkefnastjóra og Flosa Einarssyni sóttu vinnustofu á vegum Menningarráðs Vesturlands í Reykholti 3. júní s.l um úttekt Cabacents á menningarsamningi við Menningarráð Vesturlands.

4.Kirkjuhvoll - ýmis málefni

1305222

Nefndin leggur til við bæjarráð að ráðinn verði inn starfsmaður í stað forstöðumanns Kirkjuhvols sem sagt hefur upp störfum. Hlutverk hans verði að halda utan um listaverkasafn, ásamt verkefnum fyrir Ljósmyndasafn Akraness og Héraðskjalasafn Akraness. Starfsmaðurinn verði staðsettur á bókasafninu.

Nefndin ræddi framtíð Kirkjuhvols og leggur til við bæjarráð að núverandi starfsemi í húsinu verði hætt. Auglýst verði eftir áhugasömum aðila til að reka einhvers konar lifandi starfsemi í húsinu eða húsið verði auglýst til sölu eða leigu.

Fundi slitið - kl. 18:35.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00