Fara í efni  

Menningarmálanefnd (2013-2014)

15. fundur 29. apríl 2014 kl. 16:00 - 18:45 í fundarherbergi 1. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Guðríður Sigurjónsdóttir formaður
 • Sigríður Hrund Snorradóttir aðalmaður
 • Helga Kristín Björgólfsdóttir aðalmaður
 • Hjördís Garðarsdóttir aðalmaður
 • Þorgeir Jósefsson aðalmaður
Starfsmenn
 • Anna Leif Elídóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Anna Leif Elídóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Skoðunarfreð um Sementsverksmiðjuna

1404140

Sigurður Páll Harðarson framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs tók á móti nefndarmönnum og sýndi þær eignir sem auglýstar hafa verið til leigu. Hrund Snorradóttir vék af fundi kl. 16:30.

2.Bíóhöllin - samningur

1403190

Formanni er falið að vinna áfram að málinu.

3.Menningarmálanefnd - viðburðir á vegum Akraneskaupstaðar 2014

1312005

Farið yfir viðburði sumarsins, undirbúningurinn gengur vel.

4.Ný heimasíða akranes.is

1404142

Verkefnastjóri menningarmála kynnti mannlífshluta nýrrar heimasíðu.

5.Listaverkasafn Akraneskaupstaðar

1404136

Búið er að færa þann hluta listaverkasafnsins sem var í Kirkjuhvoli yfir á Suðurgötu 57.

6.Bæjarlistarmaður Akraness 2014

1404141

Opið er fyrir tilnefningar til 15. maí 2014.

7.Stefnumörkun í menningarmálum

1305137

Málinu frestað til næsta fundar.

8.Aggapallur sumar 2014

1402113

Verkefnastjóra falið að auglýsa eftir áhugasömum aðilum sem tilbúnir eru að koma fram á fimmtudagsviðburðum sem til stendur að vera með á Aggapalli í júní og júlí í sumar, í fyrsta skiptið þann 19. júní og þann síðasta þann 24. júlí.

9.Reglur verkefnasjóða menningarmálanefndar Akraneskaupstaðar árið 2014

1403017

Nefndin samþykkti verklagsreglur um úthlutun framkvæmdafjár til verkefna vegna menningarhátíða 2014 og samningsdrög. Nefndin vísar reglunum til afgreiðslu bæjarráðs.

Fundi slitið - kl. 18:45.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00