Fara í efni  

Menningarmálanefnd (2013-2014)

2. fundur 21. maí 2013 kl. 16:30 - 19:10 í fundarherbergi 1. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Guðríður Sigurjónsdóttir formaður
  • Björn Guðmundsson aðalmaður
  • Hjördís Garðarsdóttir aðalmaður
  • Þorgeir Jósefsson aðalmaður
  • Helga Kristín Björgólfsdóttir varamaður
  • Anna Leif Elídóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Anna Leif Elídóttir verkefnastjóri
Dagskrá
Nefndin hóf fundinn á því að vera viðstödd styrkveitingu til verkefna í afþreyingu og viðburða fyrir árið 2013 í Upplýsingamiðstöðinni kl. 16:30.

1.Bæjarlistamaður Akraness 2013

1304192

Björn Guðmundsson gerir athugasemd við það að gögn varðandi þennan lið hafi ekki borist fyrir fundinn. Ef ekki er netsamand þar sem funda á, þarf að sjá til þess að gögnin fyrir fundinn séu tiltæk útprentuð á fundinum. Þær tilnefningar sem borist hafa hingað til í gegnum vef Akraneskaupstaðar kynntar.

2.Bæjarlistamenn - úthlutun starfsstyrks.

911015

Formanni og verkefnisstjóra falið að gera tillögur að nýjum reglum til bæjarráðs vegna starfsstyrks bæjarlistamanns Akraneskaupstaðar í samræmi við umræðu á fundinum.

3.Stefnumörkun í menningarmálum

1305137

Nefndin hóf umræður um stefnumörkun og ætlar að halda áfram með þær á næstu fundum.

4.Viðburðir á vegum Akraneskaupstaðar árið 2013

1301420

Minnispunktar starfshóps um 17. júní og Írskra daga lagðir fram og ræddir. Dagsskrá 17. júní liggur að mestu leiti fyrir og dagskrá Ískra daga vel á veg komin. Hátíðardagskrá á þjóðhátíðardaginn er fyrirhuguð á Akratorgi. Nefndin kallar eftir upplýsingum frá bæjarstjóra um viðbrögð við auglýsingu vegna viðburða á 17. júní og Írskra daga sumarið 2013.

Næsti fundur áætlaður 4. júní nk. kl. 16:30 í Bókasafni.

Fundi slitið - kl. 19:10.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00