Fara í efni  

Menningarmálanefnd (2013-2014)

13. fundur 04. mars 2014 kl. 16:30 - 18:15 í fundarherbergi 1. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Guðríður Sigurjónsdóttir formaður
 • Sigríður Hrund Snorradóttir aðalmaður
 • Helga Kristín Björgólfsdóttir aðalmaður
 • Hjördís Garðarsdóttir aðalmaður
 • Þorgeir Jósefsson aðalmaður
Starfsmenn
 • Anna Leif Elídóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Anna Leif Elídóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Rekstrar og framkvæmdayfirlit fyrir menningarmál árið 2013

1403016

Nefndin fór yfir rekstraryfirlit ársins 2013 vegna menningarmála. Nefnin lýsir ánægju sinni yfir að niðurstaða ársins var innan skekkjumarka fjárhagsramma og færir verkefnastjóra þakkir fyrir.

2.Reglur verkefnasjóða menningarmálanefndar Akraneskaupstaðar árið 2014

1403017

Málinu frestað til næsta fundar, verkefnastjóra falið að vinna áfram að málinu.

3.Viðburðir á Aggapalli sumarið 2014

1403018

Sumarið 2013 voru tveir viðburðir á Aggapalli sem mæltust vel fyrir.

Menningarmálanefnd samþykkir að sækja um til bæjarráðs 300 þúsund króna fjárframlag vegna fyrirhugaðra viðburða á Aggapalli sex sinnum sumarið 2014 fyrir Skagamenn jafnt sem gesti þeirra. Fyrirhugaðar dagsetningar eru: 19. og 26. júní og 3., 10., 17. og 31. júlí.

Verkefnastjóra falið að senda bæjarráði bréf vegna málsins.

4.Írskir dagar 2014

1403019

Undirbúningur Írskra daga ræddur.

5.Menningarmálanefnd - viðburðir á vegum Akraneskaupstaðar 2014

1312005

Viðburðadagatalið rætt. Verkefnastjóra falið að vinna áfram að málinu og færa viðburðadagatalið inn á nýja heimasíðu Akraneskaupstaðar.

Hrund Snorradóttir mætti á fund kl 17:10. Hjördís Garðarsdóttir mætti á fund kl. 17:15.

6.Stefnumörkun í menningarmálum

1305137

Menningarmálanefnd vann að stefnumörkun í menningarmálum. Unnið var með hugtökin gildi, framtíðarsýn, markmið, stefnu og leiðir. Verkefnastjóra falið að vinna úr gögnum sem urðu til á fundinum.

Fundi slitið - kl. 18:15.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00