Fara í efni  

Menningarmála- og safnanefnd (2000-2008)

72. fundur 05. maí 2008 kl. 17:00 - 17:45

72. fundur í menningarmála- og safnanefnd var haldinn mánudaginn 5. maí 2008 í fundarsal bæjarskrifstofu að Stillholti 16-18 og hófst hann kl. 17:00.


Mættir:             Magnús Þór Hafsteinsson, formaður

                        Þorgeir Jósefsson

                        Rún Halldórsdóttir                       

 Auk þeirra Tómas Guðmundsson, markaðsfulltrúi sem einnig ritaði fundargerð.   


Formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna. 

Fyrir tekið:

 

1.  Írskir dagar 2008.  

Menningarmála- og safnanefnd beinir því til bæjarráðs að tjaldsstæði bæjarins við Kalmansvík verði auglýst sem fjölskyldutjaldstæði á Írskum dögum 2008. Aðgangur verði takmarkaður við fjölskyldufólk eða einstaklinga 23 ára eða eldri.

2.   Dagskrá Írskra daga.

Tómas kynnti drög að dagskrá. Undirbúningur hátíðarinnar gengur vel. 

3.   Knattspyrnuhátíð á Akranesi 12. maí n.k.

Tómas kynnti fyrirhugaða knattspyrnuhátíð á Akranesi mánudaginn 12. maí n.k., dagskrá og annað fyrirkomulag. 

4.  Ljósmyndasýningin ?Hernámið á Vesturlandi?.

Formaður gerði grein fyrir undirbúningi sýningarinnar en hann hefur unnið undirbúningi hennar ásamt Friðþjófi Helgasyni ljósmyndara og starfsfólki Bókasafns Akraness. Um er að ræða farandsýningu um sögu hernámsins, sem sett verður upp í Kirkjuhvoli á Akranesi, í Hvalfjarðarsveit og Borgarnesi. Sýningin opnar formlega í Kirkjuhvoli föstudaginn 9. maí. Formaður upplýsti um undirbúning og skipulag sýningarinnar.   

Feira ekki gert, fundi slitið kl. 17:45.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00