Fara í efni  

Menningarmála- og safnanefnd (2000-2008)

62. fundur 10. október 2007 kl. 18:00 - 18:55

62. fundur í menningarmála- og safnanefnd var haldinn miðvikudaginn 10. október 2007 í fundarsal bæjarskrifstofu að Stillholti 16-18 og hófst hann kl. 18:00.


 

Mættir:             Magnús Þór Hafsteinsson, formaður

                        Hjördís Garðarsdóttir

                        Þorgeir Jósefsson

                        Bergþór Ólason

                        Valgarður Jónsson

 

Auk þeirra, Jón Pálmi Pálsson, bæjarritari sem einnig ritaði fundargerð. 


 

Formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna til fundar.

 

Fyrir tekið:

 

1.  Undirbúningur Vökudaga.

Bæjarritari kynnti fyrirliggjandi dagskrá Vökudaga og þann undirbúning sem er í gangi.  Einnig rætt um setningu Vökudaga í Haraldarhúsi, föstudaginn 2. nóvember kl. 17:00, boðlista vegna gesta og veitingu viðurkenninga.  Áfram verður haldið nauðsynlegum undirbúningi í samræmi við umræður á fundinum.

 

2.  Fjárhagsáætlun 2008.

2.1.  Bíóhöllin

2.2.  Bókasafn Akraness

2.3.  Kirkjuhvoll

2.4.  Írskir dagar og Vökudagar.

 

Menningarmála- og safnanefnd ítrekar fyrri samþykktir sínar frá 18. júní s.l. varðandi annars vegar málefni Ljósmyndasafns Akraness og hins vegar ástand húsnæðis stofnana sem heyra undir nefndina.

 

Bókun minnihluta á fundi menningarmála- og safnanefndar:

?Undirritaðir fulltrúar í menningarmála- og safnanefnd krefjast þess að strax verði tekin ákvörðun um hvað gera skuli í húsnæðismálum bókasafns og héraðsskjalasafns.

Það er algerlega ólíðandi staða sem komin er upp í húsnæðismálum þessara tveggja stofnana.  Frá því að horfið var frá áformum um að færa bókasafn og skjalasafn hefur ekkert gerst og á meðan hefur húsnæði safnanna grotnað niður svo að í óefni stefnir.  Þetta er algerlega óviðunandi.  Strax verður að bregðast við til að forðast menningarsögulegt stórslys.

Leggjum við til að Skjalasafni Akraness verði tafarlaust fundið viðunandi húsnæði og þannig verði mikilvægum gögnum um sögu Akraness bjargað undan þeirri bráðu hættu sem nú vofir yfir þeim.?

Hjördís Garðarsdóttir (sign), Valgarður Jónsson (sign).

 

Meirihluti menningarmála- og safnanefndar lagði eftirfarandi tillögu:

?Menningarmála- og safnanefnd skorar á bæjarstjórn Akraness að leita nú þegar að hentugu húsnæði á einni hæð sem uppfyllir rýmisþörf fyrir Bókasafn Akraness, Héraðsskjalasafn og Ljósmyndasafn Akraness.

Samþykkt samhljóða. 

       

 3. Önnur mál.

 

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:55.

 

 

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00