Fara í efni  

Menningarmála- og safnanefnd (2000-2008)

50. fundur 19. september 2006 kl. 18:00 - 19:00

 50. fundur í menningarmála- og safnanefnd var haldinn þriðjudaginn 19. september 2006 í fundarsal bæjarskrifstofu og hófst hann kl. 18:00.


 

Mættir:             Magnús Þór Hafsteinsson, formaður

                        Hjördís Garðarsdóttir

                        Bergþór Ólason

Varamaður:     Ólafur Helgi Haraldsson

 

Auk þeirra, Jón Pálmi Pálsson, bæjarritari sem einnig ritaði fundargerð.


 

Formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna til fundar.

 

Fyrir tekið:

 

1. Írskir dagar.

Á fundinn mætti Tómas Guðmundsson, markaðs- og atvinnufulltrúi.  Gerði hann grein fyrir fyrirliggjandi skýrslu um framgang Írskra daga fyrr í sumar og kostnaði við þá viðburði sem haldnir hafa verið á árinu. 

 

2. Vökudagar.

Rætt um fyrirliggjandi drög að dagskrá og undirbúningi á þeim viðburðum sem nú þegar eru til staðar.  Einnig rætt um setningu Vökudaga og veitingu viðurkenninga.  Áfram verður haldið undirbúningi og eru fyrirtæki og stofnanir í bænum hvött til að taka þátt og standa fyrir viðburðum með sem fjölbreytilegustum hætti sem kostur er.

 

3. Styrkbeiðni frá Kára Árnasyni vegna útgáfu geisladisks til stuðnings Árna Íbsen.

Menningarmála- og safnanefnd mælir með því við bæjarráð að verða við beiðni um styrk.

 

4. Heimsókn að Vesturgötu 32.

Í lok fundarins fóru nefndarmenn í heimsókn að Vesturgötu 32 og kynntu sér uppbyggingu á húsinu og sögu HB sem Haraldur Sturlaugsson er að vinna að.

 

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:00.

 

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00