Fara í efni  

Menningarmála- og safnanefnd (2000-2008)

49. fundur 31. ágúst 2006 kl. 18:00 - 19:40

48. fundur í menningarmála- og safnanefnd var haldinn fimmtudaginn 31. ágúst 2006 í fundarsal bæjarskrifstofu og hófst hann kl. 18:00.


 

 

Mættir:             Magnús Þór Hafsteinsson, formaður

                        Björn Elíson

                        Hjördís Garðarsdóttir

                        Valgarður L. Jónsson

                        Bergþór Ólason

 

Auk þeirra, Jón Pálmi Pálsson, bæjarritari sem einnig ritaði fundargerð.


 

Formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna til fundar.

 

Fyrir tekið:

 

1.   Málefni Ljósmyndasafns.

Á fundinn mætti Guðni Hannesson formaður starfshóps sem hefur það hlutverk að gera tillögu að stefnumörkun fyrir Ljósmyndasafnið.  Einnig mætti á fundinn Halldóra Jónsdóttir forstöðumaður Bókasafns Akraness.  Rætt var um starfsemi safnsins og verkefni starfshópsins. 

 

2.   Málefni Bóka- og skjalasafns Akraness.

Rætt um húsnæðismál safnanna.

 

3.   Írskir dagar.

Lögð fram og rædd skýrsla sem skipuleggjendur Írskra daga hafa tekið saman.  Samþykkt að kalla markaðs- og atvinnufulltrúa á næsta fund nefndarinnar.

 

4.   Vökudagar.

Bæjarritari gerði grein fyrir undirbúningi daganna sem ákveðnir hafa verið 2 ? 9 nóvember n.k.

 

5.   Önnur mál.

Formaður upplýsti um fyrirhugaða heimkomu Höfrungs (Barskorð), en unnið er að flutningi hans frá Færeyjum þessa dagana.  Einnig ræddi hann um 100 ára afmæli vélbátaútgerðar og HB.

 

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:40.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00