Fara í efni  

Menningarmála- og safnanefnd (2000-2008)

44. fundur 06. febrúar 2006 kl. 17:00 - 18:10

44. fundur í menningarmála- og safnanefnd var haldinn mánudaginn 6. febrúar  2006 í fundarsal bæjarskrifstofu og hófst hann kl. 17:00.


Mættir voru: Hrönn Ríkharðsdóttir, formaður.
 Jón Gunnlaugsson,
 Þórunn Matthíasdóttir,
 Sigríður Gróa Kristjánsdóttir.

Auk þeirra Jón Pálmi Pálsson, bæjarritari, sem einnig ritaði fundargerð.


Fyrir tekið:
 
1. Ársskýrsla bókasafns Akraness, viðræður við Halldóru Jónsdóttur.
 Halldóra gerði ítarlega grein fyrir starfi safnsins á árinu 2005.

 

2. Ársskýrsla Héraðsskjalasafns Akraness, viðræður við Helga Steindal.
 Helgi gerði ítarlega grein fyrir starfi safnsins á árinu 2005.

 

4. Starfshópur vegna ljósmyndasafns.
Rætt um hvort ástæða sé að skipa starfshóp sem hafi það verksvið að útbúa stefnu og verklagsreglur fyrir ljósmyndasafn Akraness.  Bæjarritara falið að undirbúa tillögu að reglum og leggja fyrir nefndina á næsta fundi.

 

5. Írskra dagar.
Samþykkt að ræða við fulltrúa Markaðsráðs Akraness um fyrirkomulag Írskra daga.

 

6. Starfslýsing fyrir deildarstjóra héraðsskjalasafns.
Menningarmála- og safnanefnd samþykkir starfslýsinguna og óskar eftir staðfesingu bæjarráðs og niðurröðun starfsins í starfsmati þar sem gert er ráð fyrir ráðningu Helga Steindal í 100% stöðugildi.
 
7. Næsti fundur. 
 Samþykkt að næsti fundur verði þann 20. febrúar n.k.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:10. 


 

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00