Fara í efni  

Menningarmála- og safnanefnd (2000-2008)

42. fundur 29. nóvember 2005 kl. 17:00 - 17:50

42. fundur í menningarmála- og safnanefnd var haldinn þriðjudaginn 29. nóvember 2005 í fundarherbergi bæjarskrifstofu og hófst hann kl. 17:00.


 

Mættir voru:                   Hrönn Ríkharðsdóttir

                                     Þórunn Kolbeins Matthíasdóttir

 

Auk þeirra Jón Pálmi Pálsson, bæjarritari, sem einnig ritaði fundargerð.


 

Fyrir tekið:

 

1.  Vökudagar.

Rætt var um þá viðburði sem boðið var uppá á Vökudögum.  Menningarmála- og safnanefnd er sammála um að viðburðirnir hafi tekist með miklum ágætum og færir nefndin öllum samstarfsaðilum bestu þakkir fyrir.

 

2.  Írskir dagar ? Skýrsla starfshóps, viðræður við markaðs- og atvinnufulltrúa.

Á fundinn mætti Tómas Guðmundsson sem kynnti framgang daganna, hnökra á skipulagningu og það sem vel heppnaðist, vöntun á samstarfsaðilum,  uppgjör og tímasetningu Írskra daga að ári og fl.

Menningarmála- og safnanefnd leggur áherslu á að sú tímasetning sem Irskir dagar hafa verið á, undanfarin ár,  verði óbreytt og jafnframt að undirbúningshópur Írskra daga hefji undirbúning að næstu hátíð sem fyrst, m.a. með það að markmiði að tengja hagsmunaaðila og stofnanir bæjarins dögunum sem kostur er.

 

3.  Héraðsskjalasafn ? ákvörðun um fyrirkomulag.

Bæjarritari gerði grein fyrir viðræðum sínum við forstöðumenn Skjalasafns og Bókasafns varðandi málið. 

Ákvörðun frestað til næsta fundar.

 

4.  Næsti fundur.

Ákveðið að næsti fundur verði mánudaginn 12. des. n.k. kl. 18:00.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 17:50.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00