Fara í efni  

Menningarmála- og safnanefnd (2000-2008)

39. fundur 10. október 2005 kl. 17:00 - 18:35

39. fundur í menningarmála- og safnanefnd var haldinn mánudaginn 10. október 2005 í fundarherbergi bæjarskrifstofu og hófst hann kl. 17:00.


Mættir voru:                   Hrönn Ríkharðsdóttir, formaður

                                     Sigríður Gróa Kristjánsdóttir

                                     Jósef H. Þorgeirsson

 

Auk þeirra Jón Pálmi Pálsson, bæjarritari, sem einnig ritaði fundargerð.


 

Fyrir tekið:

 

1.  Fjárhagsáætlun 2006.

Á fundinn mættu Halldóra Jónsdóttir, bæjarbókavörður og Helgi Steindal skjalavörður.  Kynntu þau ásamt bæjarritara drög að fjárhagsáætlun málaflokksins fyrir árið 2006.

 

2.  Hérðasskjalasafn, skipulag til næstu framtíðar.

Málið rætt.

 

3.  Vökudagar.

Rætt um fyrirliggjandi drög að dagskrá dagana 3 ? 11. nóvember n.k., en þar kennir margra skemmtilegra viðburða.  Gert er ráð fyrir sýningu óperettu eftir Skagamennina Gaut G. Gunnlaugsson og Gunnar Kristmannsson, myndlistasýningar í Kirkjuhvoli, leiksýningu á vegum nemenda og starfsmanna Grundaskóla,  leiksýninga á vegum Skagaleikflokksins, tónleika Þjóðlagasveitar Tónlistarskólans ásamt Stebba Hilmars og Eyva, Jazztónleika Andreu og félaga, opnu húsi í Byggðasafninu að Görðum ásamt ýmsum fleiri viðburðum.

Reiknað er með að hátíðin verði sett með formlegum hætti þann 4. nóvember á sal Tónlistarskólans og verða þar heiðraðir tónlistamenn ásamt útnefningu bæjarlistamanns yfirstandandi kjörtímabils.

 

4.  Myndlistasjóður.

Menningarmála- og safnanefnd leggur til við bæjarráð að stofnaður verði sjóður með árlegu 750.000.- kr. framlagi til kaupa á listaverkum.

 

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:35.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00