Fara í efni  

Menningarmála- og safnanefnd (2000-2008)

36. fundur 14. júní 2005 kl. 17:00 - 18:10

36. fundur í menningarmála- og safnanefnd var haldinn þriðjudaginn 14. júní 2005 í fundarherbergi bæjarskrifstofu og hófst hann kl. 17:00.

 

Mætt:                              Hrönn Ríkharðsdóttir, formaður,

                                       Jón Gunnlaugsson,

                                       Þórunn Kolbeins Matthíasdóttir.

 

Auk þeirra Jón Pálmi Pálsson, bæjarritari, sem einnig ritaði fundargerð.   

 

Fyrir tekið.

 

1.  Málefni bóka- og héraðskjalasafns.  Viðræður við Halldóru Jónsdóttur og Helga Steindal.

Halldóra og Helgi gerðu grein fyrir helstu þáttum í rekstri stofnana sinna á árinu, starfsmannahaldi, fjárhagsstöðu og endurbótum á húsnæðinu.  Halldóra gerði einnig grein fyrir nýjungum í rekstri safnsins sem er lestrarátak fyrir alla krakka og stendur frá 1. júní ? 15. ágúst.  Helgi gerði grein fyrir ljósmyndasýningu og ljósmyndasamkeppni á vegum safnsins.

 

2.  Írskir dagar.  Viðræður við Tómas Guðmundsson, markaðs- og atvinnufulltrúa.

Gert var grein fyrir undirbúningi, dagskrá og fjármálum sem snúa að hátíðarhöldunum.

 

3.  Skipulagsbreytingar.

Formaður og bæjarritari gerðu grein fyrir skipulagsbreytingum hjá Akraneskaupstað sem tóku gildi þann 12. apríl s.l.   Hluti þeirra breytinga var að málefni nefndarinnar voru flutt undir fjármála- og stjórnsýslusvið.

 

4.  Vökudagar.

Nokkrar umræður urðu um tilhögun Vökudaga, dagskrá og annað sem þarfnast undirbúnings.

 

5.  Önnur mál.

Rætt um veitingu starfsstyrks bæjarlistamanns Akraneskaupstaðar í samræmi við samþykktar reglur þar um.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:10.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00