Fara í efni  

Menningarmála- og safnanefnd (2000-2008)

27. fundur 05. desember 2002 kl. 19:30 - 21:00

5. fundur menningarmála- og safnanefndar var haldinn í Kirkjuhvoli, fimmtudaginn  5 desember 2002 og hófst hann  kl. 19:30.

____________________________________________________________________

 

Mættir:
Heiðrún Janusardóttir, formaður
Ella Þóra Jónsdóttir
Jón Gunnlaugsson
Jósef H. Þorgeirsson


Auk þeirra Helga Gunnarsdóttir sviðsstjóri menningar- og fræðslusviðs og Jóhanna Jónsdóttir forstöðumaður Kirkjuhvols.

____________________________________________________________________

 

Fyrir tekið:

 
1. Málefni Kirkjuhvols.

Jóhanna kynnti starfsemi Kirkjuhvols og hvaða hugmyndir eru um sýningar næstu mánuði. Húsið á nú ríflega 50 listaverk. Leiga sem fæst vegna sýninga og veisluhalda stendur undir rekstrinum. Styrkur fæst frá Akraneskaupstað til að greiða lán af húsinu og einnig til að greiða lítilsháttar laun. Bráðlega verður opnuð heimasíða fyrir Kirkjuhvol netfangið er listasetur.is  Búið er að bóka fjórar sýningar á næsta ári. Einnig er búið að leigja staðinn undir fermingaveislur allan apríl. Ráðgert er að íbúð verði í kjallaranum sem hægt væri að bjóða listamönnum að nota.

 

2. Önnur mál.

  • Helga Gunnarsdóttir kynnti að 12 umsóknir hefðu borist um starf bókavarðar við Bókasafn Akraness. Halldóra Jónsdóttir, bæjarbókavörður, mælir með því við bæjarráð að Sigríður Beinteinsdóttir verði ráðin.

 

  • Bæjarráð hefur óskað eftir umsögn nefndarinnar um umsóknir Kvennakórsins Yms, Skagaleikflokksins og Norræna félagsins um styrk vegna ársins 2003. Nefndin mælir með því við bæjarráð að félögin njóti áfram styrks.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 21:00

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00