Fara í efni  

Menningarmála- og safnanefnd (2000-2008)

22. fundur 03. júní 2002 kl. 20:00 - 22:00

Ár 2002, mánudaginn 3. júní kl. 20:00 kom menningarmála- og safnanefnd  saman til fundar á skrifstofu Akraneskaupstaðar.

Til fundarins komu: Birna Gunnlaugsdóttir, Jósef H. Þorgeirsson, Jón Gunnlaugsson, Helga Magnúsdóttir, Hilmar Sigvaldason og Ragnheiður Guðmundsdóttir.
 Auk þeirra sátu fundinn:  Helga Gunnarsdóttir og Halldóra Jónsdóttir.

Þetta gerðist á fundinum:

1. Afhent voru verðlaun fyrir nafn á Bæjar- og héraðsbókasafnið. Nafnið Bókasafn Akraness varð fyrir valinu, en Ólína Jónsdóttir og Ásta G. Ásgeirsdóttir gerðu tillögur um þetta nafn.  Ásta var mætt á fundinn og var henni afhent helmingur verðlaunafjárins.

2. Lagðar fram umsóknir um starf bókasafnsfræðings. Tvær umsóknir bárust:

a) Ragnheiður Þorgrímsdóttir.
b) Hulda Björk Guðmundsdóttir.

Halldóra Jónsdóttir mælir með að Ragnheiður Þorgrímsdótir verði ráðin í starfið.  Nefndin samþykkir ráðningu hennar í stöðuna.

3. Umsóknir um starfsstyrk bæjarlistamanns 2002.

Borist hafa tvær umsóknir.  Nefndin felur Helgu Gunnarsdóttur að koma niðurstöðu nefndarinnar á framfæri.

 Fundur þessi er síðasti fundur á starfstíma nefndarinnar og í lokin var þakkað fyrir samstarfið á liðnum árum.

 Jósef H. Þorgeirsson (sign)
 Birna Gunnlaugsdóttir (sign)
 Jón Gunnlaugsson (sign)
 Hilmar Sigvaldason (sign)
 Helga Magnúsdóttir (sign)
 Helga Gunnarsdóttir (sign)

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00