Fara í efni  

Menningarmála- og safnanefnd (2000-2008)

19. fundur 12. mars 2002 kl. 20:00 - 22:00

Ár 2002, þriðjudaginn 12. mars kl. 20:00 kom menningarmála- og safnanefnd saman til fundar á skrifstofu Akraneskaupstaðar.

Til fundarins komu: Birna Gunnlaugsdóttir, Jósef H. Þorgeirsson, Helga Magnúsdóttir, Jón Gunnlaugsson og Jóna María Örlaugsdóttir.
 Auk þeirra sat Helga Gunnarsdóttir fundinn.

Þetta gerðist á fundinum:

1. Ársreikningur Bíóhallarinnar fyrir árið 2001.

Helga Gunnarsdóttir gerði grein fyrir reikningnum en hallinn á árinu er um ein milljón kr.  Skýringin er minnkandi aðsókn sem þegar hefur snúist við.

2. Starfsmannamál Bíóhallarinnar.

Ræt um starf forstöðumanns og ákveðið að auglýsa starfið.

3. Starf skjalavarðar.

Málið er rætt rækilega en ákvörðun frestað.

4. Ársskýrsla fyrir Bæjar- og héraðsbókasafnið fyrir árið 2001. 

Halldóra Jónsdóttir lagði fram skýrsluna og gerði grein fyrir henni.  Skýrslan er ítarleg og tekur á öllum þáttum í starfi bókasafnsins.

5. Vinnsla bæklings.

Birna Gunnlaugsdóttir lagði fram hugmyndir um bæklinginn sem voru ræddar rækilega og hlutu ágætar undirtektir.

6. Nefndin samþykkir að auglýst verði eftir umsóknum um starfsstyrk bæjarlistamanns.

7. Fleira ekki gert, fundi slitið.

 Jósef H. Þorgeirsson (sign)
 Birna Gunnlaugsdóttir (sign)
 Helga Gunnarsdóttir (sign)
 Jón Gunnlaugsson (sign)
 Jóna María Örlaugsdóttir (sign)
 Helga Magnúsdóttir (sign)

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00