Fara í efni  

Menningarmála- og safnanefnd (2000-2008)

14. fundur 17. október 2001 kl. 20:00 - 22:00

Ár 2001, miðvikudaginn 17. október kl. 20:00 kom menningarmála- og safnanefnd saman til fundar í Bókhlöðunni.

Til fundarins komu: Birna Gunnlaugsdóttir, Jósef H. Þorgeirsson, Jón Gunnlaugsson, Hilmar Sigvaldason og Helga Magnúsdóttir.
 Auk þeirra sátu fundinn:  Helga Gunnarsdóttir og Halldóra Jónsdóttir.

Þetta gerðist á fundinum:

1. Nýtt skipurit Akraneskaupstaðar.  Tillögur að skipuritinu eru ræddar með tilliti til nefndarinnar og vill nefndin taka eftirfarandi fram:

a) Eðlilegt og sjálfsagt er að Bíóhöllin heyri undir þá nefnd sem fjallar um menningarmál og breytir engu þó sjálft húsið verði e.t.v. í framtíðinni að hluta notað fyrir æskulýðsstarfsemi.  Nefndin telur að Bíóhöllin sé líkleg til að gegna hlutverki menningarhúss um ókomna framtíð eins og verið hefur um árabil.
b) Nefndin bendir á að í skipuritunum er ekki minnst á héraðsskjalasafnið sem hefur þó sérstaka samþykkt.

2. Rætt um bréf sr. Björns Jónssonar, sbr. tölulið 5 í síðastu fundargerð.  Unnið er að könnun málsins og öflun gagna og verður málið rætt frekar.

 Fleira ekki gert, fundi slitið.

 Jósef H. Þorgeirsson (sign)
 Birna Gunnlaugsdóttir (sign)
 Helga Gunnarsdóttir (sign)
 Hilmar Sigvaldason (sign)
 Helga Magnúsdóttir (sign)
 Jón Gunnlaugsson (sign)
 Halldóra Jónsdóttir (sign)

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00