Fara í efni  

Menningarmála- og safnanefnd (2000-2008)

13. fundur 09. október 2001 kl. 20:00 - 22:00

Ár 2001, þriðjudaginn 9. október kl. 20:00 kom menningarmála- og safnanefnd saman til fundar á skrifstofum Akraneskaupstaðar.

Til fundarins komu: Birna Gunnlaugsdóttir, Jósef H. Þorgeirsson, Hilmar Sigvaldason, Ragnheiður Guðmundsdóttir, Jón Gunnlaugsson og Helga Magnúsdóttir.
 Auk þeirra sátu fundinn:  Helga Gunnarsdóttir og Halldóra Jónsdóttir.

Þetta gerðist á fundinum:

1. Upplýst að Ásdís Kristmundsdóttir hafi hafnað stöðu við bókasafnið og Guðlaug Sigríksdóttir hafi verið ráðin í 75% starf sem bókavörður þann 1. sept í ár til maíloka næsta árs.

2. Unnið hefur verið að því  að aðskilja skjalasafn og bókasafn í geymslum safnsins.  Þörf er á auknu skáparými þegar á næsta ári.

3. Vetrarstarf bókasafnsins í vetur verður með líku sniði og áður ?Bókin heim? verður sérstaklega kynnt.

4. Lagt fram tilboð í viðvörunarkerfi í Bókhlöðuna, þ.e. brunaviðvörun, þjófaviðvörun og vatnsviðvörun.  Kostnaður er kr. 1.496.063.-  Þær lausnir sem tilboðið gerir ráð fyrir eru alls ekki fullnægjandi fyrir Bókhlöðuna og aðeins til bráðabirgða.  Fyrir þremur árum var gerð áætlun um fullnægjandi öryggisfrágang og vatnsvörn á efri hæð Bókhlöðunnar upp á 15 milljónir króna sem nauðsynlegt er að hefjast handa um sem fyrst.

5. Lagt fram bréf frá sr. Birni Jónssyni, dags. 12. sept. 2001, þar sem hann býður safninu bækur pretnaðar í Leirárgörðum og Beitistöðum á árunum 1795 ? 1818. Samþykkt að fela Halldóru að kanna þetta mál.

6. Lögð fram fyrstu drög að stefnumótunarskýrslu í menningarmálum fyrir Vesturland.  Málið verður tekið fyrir síðar.

7. Málefni Bíóhallarinnar.

Tveir menn, Ísólfur Haraldsson og Árni E. Gíslason, hafa verið ráðnir til næstu áramóta sem forstöðumenn og sýningarmenn.

8. Lögð fram greinargerð með tillögum að stjórnskipulagsbreytingum er ber heitið ?Skipurit verkþátta og ábyrgðarsvið sviðsstjóra og deildarstjóra?  Menningar- og skólafulltrúi gerði grein fyrir málinu sem verður tekið fyrir á næsta fundi.

 Fleira ekki gert, fundi slitið.

 Jósef H. Þorgeirsson (sign)
 Birna Gunnlaugsdóttir (sign)
 Helga Gunnarsdóttir (sign)
 Jón Gunnlaugsson (sign)
 Helga Magnúsdóttir (sign)
 Hilmar Sigvaldason (sign)

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00