Fara í efni  

Menningarmála- og safnanefnd (2000-2008)

7. fundur 08. mars 2001 kl. 20:00 - 22:00
Ár 2001, fimmtudaginn 8. mars kl. 20:00 kom menningarmála- og safnanefnd saman til fundar í Bókhlöðunni á Akranesi.

Til fundarins komu: Birna Gunnlaugsdóttir, Jósef H. Þorgeirsson, Helga Magnúsdóttir, Ragnheiður Guðmundsdóttir og Hilmar Sigvaldason.
 Auk þeirra sat fundinn Halldóra Jónsdóttir forstöðumaður.
 
Þetta gerðist á fundinum:
1. Lagðar fram ársskýrslur Bæjar- og héraðsbókasafnsins á Akranesi og Héraðsskjalasafns Akraness fyrir árið 2000.
Halldóra gerði grein fyrir ársskýrslunum í ítarlegu máli.
 
2. Framkvæmdir við safnið.
Unnið hefur verið að viðhaldi á gólfefnum og málun stigahúss.  Ráðgert að kaupa nýjan búnað, húsgöng o.fl.
 
3. Bókasafnsfræðingur.
Auglýst hefur verið eftir bókasafnsfræðingi og er umsóknarfrestur til 16. mars n.k.
 
4. Ákveðið að sækja um styrk úr Nýsköpunarsjóði til að skrásetja Haraldarsafn.
 
5. Samþykkt að stytta opnunartíma bókasafnsins á föstudögum í sumar frá 1. júní til 31. ágúst um tvo klukkutíma.
 
 Fleira ekki gert, fundi slitið.
 
 Jósef H. Þorgeirsson (sign)
 Helga Magnúsdóttir (sign)
 Birna Gunnlaugsdóttir (sign)
 Halldóra Jónsdóttir (sign)
 Hilmar Sigvaldason (sign)
   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00