Fara í efni  

Menningarmála- og safnanefnd (2000-2008)

6. fundur 05. febrúar 2001 kl. 20:00 - 22:00
MENNINGARMÁLA- OG SAFNANEFND
Ár 2001, mánudaginn 5. febrúar kl. 20:00 kom menningarmála- og safnanefnd saman til fundar í íþróttahúsinu við Vesturgötu (gömlu kartöflugeymslurnar).
 
Til fundarins komu: Birna Gunnlaugsdóttir, Jósef H. Þorgeirsson, Helga Magnúsdóttir og Karen Lind Ólafsdóttir.
 Auk þeirra sat fundinn Helga Gunnarsdóttir.
 
Þetta gerðist á fundinum:
1. Til staðar á fundarstað voru Guðbjörg Árnadóttir, formaður Skagaleikflokksins og Hermann Guðmundsson meðstjórnandi.
Til umræðu voru húsnæðismál Skagaleikflokksins sem hefur orðið að víkja úr húsnæði því sem hann hefur haft í íþróttahúsinu við Vesturgötu og hefur komið munum sínum fyrir í gömlu kartöflugeymslunni sem er þó ófullnægjandi.
Húsnæðið var skoðað en síðan var fundurinn fluttur á skrifstofu Akraneskaupstaðar og málið rætt þar frekar.  Bæjarráð hefur málið til meðferðar  og vonar nefndin að á því finnist farsæl lausn.
 
2. Lagt fram bréf Rithöfundasambands Íslands til Akraneskaupstaðar, dags. 14. des. 2000, sem hvetur til þess að munað verði eftir rithöfundum við úthlutun listamannalauna.
Formanni falið að svara bréfinu.
 
3. Lagt fram fundarboð menntamálaráðuneytis um kynningu á umsóknargögnum vegna menningaráætlunar Evrópusambandsins.  Fundurinn verður í Kornhlöðunni, Bankastræti 2, Reykjavík fimmtudaginn 8. febrúar n.k. kl. 15:00.
Nefndin samþykkir að sækja fundinn.
 
4. Kynnt drög að dagskrá á Írskum dögum 7. til 10. júní n.k.
 
5. Lögð fram kostnaðaráætlun frá nemendum Listaháskóla Íslands vegna hringferðar þeirra um landið vorið 2001.  Kostnaður Akurnesinga yrði allt að kr. 870.000.-
Nefndin sér sér ekki fært að verða við þessum útgjöldum.
 
 Fleira ekki gert, fundi slitið.
 
 Jósef H. Þorgeirsson (sign)
 Birna Gunnlaugsdóttir (sign)
 Helga Magnúsdóttir (sign)
 Katrín Lind Ólafsdóttir (sign)
 Helga Gunnarsdóttir (sign)
   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00