Fara í efni  

Menningarmála- og safnanefnd (2000-2008)

1. fundur 21. september 2000 kl. 20:00 - 22:00
Ár 2000, fimmtudaginn 21. september kl. 20:00 kom menningarmála- og safnanefnd saman á bæjarskrifstofunni.

Til fundarins komu: Birna Gunnlaugsdóttir, Jósef H. Þorgeirsson, Hilmar Sigvaldason og Karen Lind Ólafsdóttir.
Auk þeirra sátu fundinn: Kristján Kristjánsson skjalavörður, Halldóra Jónsdóttir bæjarbókavörður og Helga Gunnarsdóttir.

Þetta gerðist á fundinum:

1. Nýtt heiti á Bæjar- og héraðsbókasafnið.

Rætt um fyrirhugaða samkeppni um nafn á bókasafnið og fyrirkomulag. Ákveðið að fela Halldóru Jónsdóttur og Jósef H. Þorgeirssyni að gera tillögu um framkvæmdina.

2. Endurskoðun fjárhagsáætlunar fyrir árið 2000.

Óskað var eftir aukafjárveitingu vegna frágangs lóðar. Beiðnin hefur enn ekki verið afgreidd.

3. Unnið hefur verið að endurbættri heimasíðu bókasafnsins. Stefnt er að því að koma enn frekari upplýsingum inn á vefinn á næstunni.

4. Sótt var um framlag úr Þjóðhátíðarsjóði til að skrá Haraldarsafnið. Erindinu var synjað.

5. Halldóra Jónsdóttir greindi frá merkri bókagjöf frá Jóhannesi Gunnarssyni, bifvélavirkja, Heiðargerði 15, Akranesi. Um er að ræða 1000 bindi bóka og mikið magn tímarita og smárita. Nákvæmar skrár fylgja gjöfinni.

Stjórn Bæjar- og héraðsbókasafnins færir Jóhannesi Gunnarssyni alúðarþakkir fyrir höfðinglega gjöf og ræktarsemi við safnið til margra ára.

6. Skjalasafnið.

Kristján Kristjánsson gerði grein fyrir verkefnum Héraðsskjalasafnins og verkefnum þess í framtíðinni. Einnig gerði hann rækilega grein fyrir hugmyndum sínum um útgáfu ársrits á Akranesi. Kristjáni er falið að vinna frekar að þessari hugmynd og leggja hana fyrir nefndina. Nefndin leggur áherslu á að frágangur og afhending skjala frá stofnunum bæjarins sé framkvæmd í samráði við skjalavörð.

7. Kristján greindi frá sýningu í anddyri Bæjar- og héraðsbókasafnsins 21. september til 31. október 2000 um skólastarf á Akranesi.

8. Lagt fram fundarboð um fund sem haldinn verður í Reykholti 25. september n.k. um efnið: Hvað þarf að gera til að efla menningarstarf á landsbyggðinni?

9. Vetrarstarfið á bókasafninu er sem óðast að komast í gang.

Fleira ekki gert, fundi slitið.

Jósef H. Þorgeirsson (sign) Hilmar Sigvaldason (sign)
Karen Lind Ólafsdóttir (sign) Birna Gunnlaugsdóttir (sign)
Helga Gunnarsdóttir (sign)




   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00