Menningar- og safnanefnd
Dagskrá
Kristjana H. Ólafsdóttir fjármálastjóri og Dagný Hauksdóttir sviðsstjóri mennta- og menningarsviðs taka sæti á fundinum.
1.Fjárhagsáætlun 2026 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2027-2029.
2505217
Kristjana H. Ólafsdóttir fjármálastjóri kynnir fjárhagsáætlun 2026 eftir fyrstu umræðu og ræðir stöðu málaflokksins og safnanna.
Dagný Hauksdóttir, sviðsstjóri mennta- og menningarsviðs situr fundinn undir þessum lið.
Dagný Hauksdóttir, sviðsstjóri mennta- og menningarsviðs situr fundinn undir þessum lið.
Menningar- og safnanefnd þakkar Kristjönu fyrir gagnlega yfirferð á stöðunni á málaflokknum og söfnunum.
Útlit er fyrir að eins og fyrri ár muni fjármagn til viðburðahalds standa í stað og því þarf að beita nýjum leiðum við útfærslu viðburða.
Útlit er fyrir að eins og fyrri ár muni fjármagn til viðburðahalds standa í stað og því þarf að beita nýjum leiðum við útfærslu viðburða.
Kristjana H. Ólafsdóttir fjármálastjóri víkur af fundi.
2.Verkefnastaða Byggðasafnsins í Görðum Q4 2025
2511055
Verkefnastjóri menningarmála fer yfir stöðu á verkefnum á Byggðasafninu í Görðum.
Menningar- og safnanefnd þakkar verkefnastjóra fyrir gefnar upplýsingar um stöðu verkefna á Byggðasafninu í Görðum.
Dagný Hauksdóttir víkur af fundi
3.Jólatrésskemmtun á Akranesi 2025
2511048
Menningar- og safnanefnd ræðir skipulag Jólatrésskemmtunar Akraneskaupstaðar.
Menningar- og safnanefnd þakkar verkefnastjóra fyrir yfirferð á dagskrá jólatrésskemmtunar 2025.
Í ár verða jólaljósin á jólatréinu tendruð á Akratorgi sunnudaginn 30. nóvember klukkan 17:00.
Hvetjum bæjarbúa til þess að láta sjá sig á þessari hátíðlegu samverustund fjölskyldu og vina.
Í ár verða jólaljósin á jólatréinu tendruð á Akratorgi sunnudaginn 30. nóvember klukkan 17:00.
Hvetjum bæjarbúa til þess að láta sjá sig á þessari hátíðlegu samverustund fjölskyldu og vina.
4.Útilistaverk Akraneskaupstaðar - Fjármagn til viðhalds
2511053
Verkefnastjóri leggur til að óskað verði eftir árlegu fjármagni til viðhalds á Útilistaverkum bæjarins.
Verkefnastjóra falið að útfæra minnisblað og óska eftir árlegu fjármagni í samræmi við umræður fundarins og koma því í réttan farveg.
5.Styrkir til menningartengdra verkefna 2025
2511054
Menningar- og safnanefnd setur af stað umsóknir um styrkveitingu til menningartengdra verkefna 2026.
Verkefnastjóra falið að opna fyrir umsóknir menningarstyrkja fyrir árið 2026.
6.Bíóhöllin - Útboð og samningur 2026 - 2029 (rekstur og umsjón)
2511062
Menningar- og safnanefnd fer yfir samning um rekstur á Bíóhöllinni þar sem núverandi samningur rennur út um áramótin og heimild til framlengingar hefur verið fullnýtt.
Menningar- og safnanefnd yfirfór útboðsgögn frá 2019 og samning fyrir árið 2025.
Ef fyrirhugað er að fara í útboð setur nefndin fram þá kröfu að tryggðar verði áfram sömu áherslur varðandi menningarstarf í Bíóhöllinni.
Nefndin óskar eftir því að fá drög að útboðsgögnum til yfirlestrar áður en útboð hefst.
Ef fyrirhugað er að fara í útboð setur nefndin fram þá kröfu að tryggðar verði áfram sömu áherslur varðandi menningarstarf í Bíóhöllinni.
Nefndin óskar eftir því að fá drög að útboðsgögnum til yfirlestrar áður en útboð hefst.
7.Vökudagar 2025
2509004
Verkefnastjóri fer yfir framkvæmd Vökudaga 2025.
Menningar- og safnanefnd þakkar öllu því frábæra fólki sem tók þátt í Vökudögum 2025 fyrir þeirra ómetanlega framlag til menningarhátíðarinnar, einnig vill nefndin þakka bæjarbúum fyrir jákvætt umtal og góða þátttöku á hátíðinni í ár, sem hefur aldrei verið stærri.
Nefndin þakkar jafnframt verkefnastjóra fyrir gott skipulag og framkvæmd hátíðarinnar og Barnamenningarhátíð Vesturlands - Barnó fyrir samstarf og styrk til viðburðahalds fyrir börn- og ungmenni í landshlutanum.
Nefndin hvetur bæjarbúa til þess að skoða myndir frá hátíðinni á vefsíðu Akraneskaupstaðar undir Mannlíf - Myndasafn.
Nefndin þakkar jafnframt verkefnastjóra fyrir gott skipulag og framkvæmd hátíðarinnar og Barnamenningarhátíð Vesturlands - Barnó fyrir samstarf og styrk til viðburðahalds fyrir börn- og ungmenni í landshlutanum.
Nefndin hvetur bæjarbúa til þess að skoða myndir frá hátíðinni á vefsíðu Akraneskaupstaðar undir Mannlíf - Myndasafn.
Fundi slitið - kl. 20:15.





