Menningar- og safnanefnd
Dagskrá
Ingibjörg Ösp tekur sæti á fundinum.
1.Opnunartímar á Bókasafni Akraness - Tillaga af breytingu
2509001
Ingibjörg Ösp Júlíusdóttir Bæjarbókavörður leggur fram tillögur af breyttum opnunartíma safnsins.
Ingibjörg óskar jafnframt eftir lokun á safninu vegna landsfundar Upplýsingar.
Ingibjörg óskar jafnframt eftir lokun á safninu vegna landsfundar Upplýsingar.
Menningar- og safnanefnd tekur vel í breytingar sem Bæjarbókavörður leggur til. Nefndin óskar eftir frekari gögnum og verður ákvörðun tekin í samræmi við þau.
Nefndin samþykkir lokun á Bókasafninu 16. og 17. október 2025 vegna Landsfundar Upplýsingar og alþrifa húsnæðis, málinu er vísað áfram til Bæjarráðs til upplýsinga.
Nefndin samþykkir lokun á Bókasafninu 16. og 17. október 2025 vegna Landsfundar Upplýsingar og alþrifa húsnæðis, málinu er vísað áfram til Bæjarráðs til upplýsinga.
Ingibjörg Ösp yfirgefur fundinn.
2.Gjaldskrá Byggðasafnsins í Görðum 2026
2509002
Menningar- og safnanefnd rýnir gjaldskrá Byggðasafnsins í Görðum og ber saman við gjaldskrár annarra safna.
Nefndin leggur fram tillögu af gjaldskrá til forstöðumanns safnsins.
Nefndin leggur fram tillögu af gjaldskrá til forstöðumanns safnsins.
Menningar- og safnanefnd felur verkefnastjóra að setja upp tillögu nefndarinnar að gjaldskrá Byggðasafnsins í Görðum fyrir árið 2026 í samræmi við umræður nefndarinnar og koma henni í réttan farveg.
3.Útgerðasýning í nýju Bátahúsi Byggðasafnsins.
2310303
Verkefnastjóri menningarmála kynnir fyrir nefndinni stöðu sýningar í Bátahúsi.
Menningar- og safnanefnd þakkar fyrir upplýsingar um stöðu sýningar í Bátahúsinu. Það er ljóst að vegna óviðráðanlegra aðstæðna verður ekki unnt að opna sýninguna fyrr en á vormánuðum 2026.
4.Vökudagar 2025
2509004
Verkefnastjóri menningarmála kynnir fyrir menningar- og safnanefnd drög að dagskrá Vökudaga 2025.
Menningar- og safnanefnd þakkar verkefnastjóra menningarmála fyrir góða samantekt og fagnar frumkvæði einstaklinga í bæjarfélaginu sem vilja leggja sitt af mörkum til menningarhátíðarinnar.
Dagskrá Vökudaga mun birtast á viðburðardagatali Akraneskaupstaðar á heimasíðu kaupstaðarins www.akranes.is þegar nær dregur.
Nefndin hvetur bæjarbúa til þess að fylgja Vökudögum á samfélagsmiðlum.
Dagskrá Vökudaga mun birtast á viðburðardagatali Akraneskaupstaðar á heimasíðu kaupstaðarins www.akranes.is þegar nær dregur.
Nefndin hvetur bæjarbúa til þess að fylgja Vökudögum á samfélagsmiðlum.
5.Menningarverðlaun 2025
2509005
Menningar- og safnanefnd óskar eftir tilnefningum til Menningarverðlauna Akraneskaupstaðar 2025.
Menningar- og safnanefnd felur Verkefnastjóra menningarmála að setja í loftið auglýsingu um tilnefningar til Menningarverðlauna Akraness árið 2025 á heimasíðu Akraneskaupstaðar.
Bæjarbúar eru hvattir til að senda inn sínar tillögur um þá einstaklinga eða hópa sem hafa glætt menningu bæjarins lífi með eftirtektarverðum hætti.
Bæjarbúar eru hvattir til að senda inn sínar tillögur um þá einstaklinga eða hópa sem hafa glætt menningu bæjarins lífi með eftirtektarverðum hætti.
6.Írskir dagar 2025
2504057
Verkefnastjóri Menningarmála fer yfir fjölskylduhátíðina Írska daga 2025.
Menningar- og safnanefnd þakkar viðburðastjórum hátíðarinnar fyrir vel heppnaða Írska daga.
Nefndin fagnar því að þær breytingar sem starfshópur Írskra daga lagði til árið 2023 haldi áfram að skila okkur fjölskylduvænni og skemmtilegri bæjarhátíð.
Nefndin þakkar öllu þeim aðilum sem komu að hátíðinni með einum eða öðrum hætti og bæjarbúum fyrir góða þátttöku í hátíðardagskránni.
Nefndin fagnar því að þær breytingar sem starfshópur Írskra daga lagði til árið 2023 haldi áfram að skila okkur fjölskylduvænni og skemmtilegri bæjarhátíð.
Nefndin þakkar öllu þeim aðilum sem komu að hátíðinni með einum eða öðrum hætti og bæjarbúum fyrir góða þátttöku í hátíðardagskránni.
7.17 júní þjóðhátíðardagur 2025
2503134
Verkefnastjóri menningarmála tekur saman Þjóðhátíðardaginn 17. júní.
Menningar- og safnanefnd þakkar viðburðastjórum hátíðarinnar fyrir vel heppnaðan Þjóðhátíðardag í bæjarfélaginu okkar, dagskráin var fjölbreytt og skemmtileg fyrir alla aldurshópa.
Við þökkum bæjarbúum fyrir góða þátttöku í hátíðardagskránni.
Við þökkum bæjarbúum fyrir góða þátttöku í hátíðardagskránni.
Fundi slitið - kl. 19:07.