Fara í efni  

Menningar- og safnanefnd

136. fundur 14. ágúst 2024 kl. 16:30 - 18:30 í Stúkuhúsinu að Görðum
Nefndarmenn
  • Guðríður Sigurjónsdóttir formaður
  • Ella María Gunnarsdóttir varaformaður
  • Einar Örn Guðnason aðalmaður
  • Martha Lind Róbertsdóttir aðalmaður
  • Jóhannes Geir Guðnason aðalmaður
  • Guðjón Þór Grétarsson fulltrúi Hvalfjarðarsveitar
Starfsmenn
  • Jón Allansson deildarstjóri minjavörslu
  • Vera Líndal Guðnadóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Vera Líndal Guðnadóttir Verkefnastjóri menningar- og safnamála
Dagskrá

1.Beiðni um lokun vegna þrifa

2408056

Bæjarbókavörður óskar eftir leyfi til þess að hafa lokað á bókasafninu dagana 22. og 23. ágúst næstkomandi. Starfsfólkið mun nýta daginn sem starfsdag og fara í heimsóknir á önnur bókasöfn, þar sem ekki er hægt að hafa opið á meðan þrifið er af öryggisástæðum.
Menningar- og safnanefnd samþykkir þessa sjálfsögðu og árlegu beiðni Bókasafnsins.

Samþykkt 5:0

2.Menningarverðlaun Akraness 2024

2408060

Menningar- og safnanefnd auglýsir eftir tilnefningum til menningarverðlauna 2024.
Menningar- og safnanefnd felur verkefnastjóra að setja í loftið auglýsingu um tilnefningar til menningarverðlauna Akraness árið 2024 og hvetur bæjarbúa til að fylgjast með og koma sínum tilnefningum á framfæri.

3.Útgerðasýning í nýju Bátahúsi Byggðasafnsins.

2310303

Jón Allansson forstöðumaður Byggðasafnsins í Görðum fer yfir uppfærða verk- og kostnaðaráætlun vegna sýningar í bátahúsi.
Menningar- og safnanefnd þakkar Jóni Allanssyni forstöðumanni Byggðasafnsins í Görðum fyrir kynningu á kostnaðar- verk- og tímaáætlun varðandi sýninguna í bátahúsinu.

Nefndin fékk einnig að líta inn í Bátahúsið og er nefndarfólk sammála um það að sýningin lofar einstaklega góðu. Það er augljóst að vandað hefur verið til verka.

Nefndinni líst vel á þá áætlun sem lagt er upp með og hlakkar til að mæta á opnun sýningarinnar í maí 2025.

4.Óviðunandi aðstæður fjargeymslu BÍG

2402172

Menningar- og safnanefnd fær kynningu á aðstæðum í fjargeymslu Byggðasafnsins í Görðum.
Menningar- og safnanefnd þakkar Jóni fyrir heimsóknina í fjargeymslu Byggðasafnsins og undirstrikar mikilvægi þess að málið komist í réttann farveg sem allra fyrst.

5.Byggðasafn - geymslur

2303087

Menningar- og safnanefnd fær kynningu á aðstæðum safnaskála Byggðasafnsins í Görðum, skoðaðar verða aðstæður starfsfólks og geymslna.
Jón Allansson forstöðumaður sýndi nefndarfólki aðstæður í Safnaskálanum á safnarsvæði Byggðarsafnsins í Görðum.

Nefndin vill koma á framfæri hrósi til starfsfólks Byggðarsafnsins í görðum fyrir einstaklega snyrtilegt og vel skipulagt geymslurými sem þau hafa komið sér upp og faglegt verklag í kringum varðveislu og skráningu.

Fundi slitið - kl. 18:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00