Fara í efni  

Menningar- og safnanefnd

129. fundur 22. janúar 2024 kl. 17:00 - 20:00 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Guðríður Sigurjónsdóttir formaður
  • Ella María Gunnarsdóttir varaformaður
  • Einar Örn Guðnason aðalmaður
  • Martha Lind Róbertsdóttir aðalmaður
  • Jóhannes Geir Guðnason aðalmaður
Starfsmenn
  • Vera Líndal Guðnadóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Vera Líndal Guðnadóttir Verkefnastjóri menningarmála
Dagskrá

1.Stefnumótun Akraneskaupstaðar

2209259

Stefnumótun Akraneskaupstaðar var samþykkt í bæjarráði þann 11. janúar sl. og vísað til málsmeðferðar hjá fagráðum og nefndum og gert ráð fyrir að málið komi til endanlegrar málsmeðferar í bæjarstjórn Akraness.
Menningar- og safnanefnd þakkar Valdís Eyjólfsdóttur fyrir gagnlega yfirferð á drögum af heildarstefnu Akraneskaupstaðar.

Verkefnastjóri óskar eftir athugasemdum frá nefndinni, nefndin tekur saman tillögur af breytingum og sendir á starfshóp stefnumótunar í kjölfar fundarins.

Valdís yfirgefur fundinn.


2.Styrkir til menningartengdra verkefna árið 2024

2312033

Menningar- og safnanefnd fer yfir styrkumsóknir til menningarverkefna.
Á fundi menningar- og safnanefndar þann 22. janúar 2024 hófst úrvinnsla umsókna til menningatengdra verkefna fyrir árið 2024.

Alls bárust 40 umsóknir og heildar umsóknarfjárhæð var 30.393.050kr en til úthlutunar voru 3.520.000kr.

Nefndin hefur valið 20 verkefni sem hljóta styrk að þessu sinni. Tillögur verða sendar til samþykktar hjá Bæjarráði.

Nefndin þakkar fyrir áhugann og fjölda umsókna til menningartengdra verkefna 2024.

Við úrvinnslu var horft til áherslna menningarstefnu Akraneskaupstaðar 2018-2023.
Jafnframt var lögð áhersla á að styðja við verkefni og viðburðahald sem eru til þess fallin að efla bæjarandann, hvetja til fjölbreyttrar listsköpunar, styðja við menningarlegt uppeldi og/eða auðga menningarlíf bæjarins. Einnig hafði gæði umsóknar og fylgigagna áhrif á niðurstöður þessar.

Tillögur af menningarstyrkjum árið 2024 eru eftirfarandi:

Leiklistarsmiðjur hjá Verkstæðinu menningarmiðstöð, Sara Blöndal - 450.000 kr
Fræðslu og minningarsýning um Gutta, Helena Guttormsdóttir - 300.000 kr
Leiksýning leiklistarklúbbsins Melló, Nemendafélag FVA - 300.000 kr
Menningarstrætó, Listfélag Akraness - 250.000 kr
Tónlistarsmiðja fyrir börn, Máfurinn tónlistarsmiðja - 250.000 kr
Tónleikar með Írsku ívafi á Írskum dögum, Rokkland ehf - 200.000 kr
Skaginn syngur inn jólin, Eigið fé ehf - 200.000 kr
Hringiða, samsýning Listfélags Akraness - 200.000 kr
Tónleikaröð, Kalman listfélag - 200.000 kr
Akranes borðar saman, Sigríður Hrund - 150.000 kr
Myndlistarsýning og bókaútgáfa, Tinna Royal ? 150.000 kr
Myndlistarnámskeið fyrir börn og unglinga, Vilborg Bjarkadóttir ? 150.000 kr
Brá fér á Stjá ? Barnabókaútgáfa, Guðný Sara ? 120.000 kr
Formæður myndlistarsýning, Edda Agnarsdóttir - 100.000 kr
Kóramót eldriborgara, Félag eldriborgara á Akranesi ? 100.000 kr
Hlaðvarp Kellinga, Guðbjörg Árnadóttir ? 100.000 kr
Samsýning, Jaclyn Árnason ? 100.000kr
Myndlistarsýning, Silja Sif ? 80.000kr
Myndlistarsýning, Herdís (Illustradis) ? 80.000kr
Fjöltyngd sögustund, Jessica Anne ? 40.000kr

Verkefnastjóra er falið að koma tillögum nefndarinnar um styrkveitingar til afgreiðslu bæjarráðs sem fer með endanlega ákvörðun úthlutunarinnar.

Fundi slitið - kl. 20:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00