Fara í efni  

Menningar- og safnanefnd

130. fundur 14. febrúar 2024 kl. 17:00 - 19:00 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Guðríður Sigurjónsdóttir formaður
  • Ella María Gunnarsdóttir varaformaður
  • Einar Örn Guðnason aðalmaður
  • Martha Lind Róbertsdóttir aðalmaður
  • Jóhannes Geir Guðnason aðalmaður
  • Guðjón Þór Grétarsson fulltrúi Hvalfjarðarsveitar
Starfsmenn
  • Jón Allansson deildarstjóri minjavörslu
  • Vera Líndal Guðnadóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Vera Líndal Guðnadóttir Verkefnastjóri menningarmála
Dagskrá

1.Miðstöð héraðsskjalasafna um rafræna skjalavörslu (MHR)

2402159

Erla Dís héraðsskjalavörður situr fundinn undir þessum lið.

Hún mun kynna fyrir nefndinni Miðstöð héraðsskjalasafna um rafræna skjalavörslu (MHR) en stefnt er að því að stofna miðstöðina formlega nú í febrúar.
Menningar- og safnanefnd þakkar Erlu Dís fyrir góða kynningu á Miðstöð héraðsskjalasafna um rafræna skjalavörslu (MHR).

Héraðsskjalasafn Akraness er eitt þeirra 8 safna sem hafa nú þegar skrifað undir stofnsamning um Miðstöð héraðsskjalasafna um rafræna skjalavörslu. Það er ánægjulegt að heyra að Héraðsskjalasafn Akraneskaupstaðar hafi unnið vel að undirbúningi að rafrænni skjalastjórn.

Nefndin fagnar góðri samvinnu héraðsskjalasafna í landinu.

Erla Dís yfirgefur fundinn.
Jón Allansson forstöðumaður Byggðasafnsins tekur sæti á fundinum.

2.Óviðunnandi aðstæður fjargeymslu BÍG

2402172

Menningar- og safnanefnd tekur fyrir ábendingu Jóns Allanssonar forstöðumanns Byggðasafnsins í Görðum um óviðunnandi aðstæður í fjargeymslu Byggðasafnsins.
Menningar- og safnanefnd þakkar Jóni fyrir gagnlega upplýsingar um aðstæður í fjargeymslu Byggðasafnsins.
Nefndin telur ástandið alvarlegt og brýnt er að bregðast við ákallinu sem allra fyrst.

Nefndin felur verkefnastjóra menningar- og safnamála að taka saman minnisblað úr umræðum af fundinum og vísa málinu til skipulags- og umhverfisráðs.

3.Byggðasafn - geymslur

2303087

Jón Allansson kynnir fyrir nefndinni þarfagreiningu á fjargeymslukosti safnsins.



Til umræðu er alvarleg staða í fjargeymslumálum safnsins.
Menningar- og safnanefnd þakkar Jóni Allanssyni og verkefnastjóra menningar- og safnamála fyrir kynningu á stöðu geymslumála og framtíðarsýn í þeim efnum.

Nefndin felur þeim að halda þarfagreiningu áfram með það að markmiði að geta lagt fram tillögur um framtíð fjarvarðveislurýmis Byggðasafnsins í Görðum til skipulags- og umhverfisráðs sem allra fyrst.

4.Endurbætur stíga og lýsing á safnasvæði

2310103

Menningar- og safnanefnd fer yfir tillögur af endurbótum stíga og lýsingar á Safnarsvæði.



Verkefnastjóri menningarmála, ásamt starfsmanni umhverfis og skipulagssviðs fóru í heimsókn á Byggðarsafnið þar sem farið var yfir helstu atriði.



Verkefnastjóri menningarmála kynnir stöðu verkefnisins.
Menningar- og safnanefnd þakkar kynningu á stöðu mála og telur mikilvægt að bætt sé úr lýsingu við aðkomu að safnasvæðinu.

Guðjón Þór Grétarsson fulltrúi Hvalfjarðarsveitar og Jón Allansson forstöðumaður safnsins yfirgefa fundinn.

5.Vetrardagar á Akranesi 2024

2402160

Verkefnastjóri menningar- og safnamála fer yfir stöðu á Vetrardögum 2024.
Menningar- og safnanefnd þakkar verkefnastjóra fyrir kynningu á stöðu Vetradaga sem verða haldnir 14-17 mars 2024.

Nefndin hvetur öll sem hafa áhuga á því að standa fyrir viðburði á hátíðinni til þess að senda tölvupóst á mannlif@akranes.is.

6.Þrettándabrenna og flugeldasýning 2024

2312037

Verkefnastjóri tekur saman hvernig Þrettándagleði 2024 gekk.
Menningar- og safnanefnd þakkar íbúum fyrir skemmtilega samverustund á Þrettándanum á Akranesi. Nefndin þakkar jafnframt öllu því fólki sem lagði hönd á plóg fyrir vel unnin störf.

7.Barnamenningarhátíð 2024

2301084

Verkefnastjóri menningar- og safnamála fer yfir stöðu á Barnamenninngarhátíð 2024.
Menningar- og safnanefnd líst afar vel á skipulagshóp Barnamenningarhátíðar 2024 sem samanstendur af vel völdum fulltrúum skólanna og hlakka til að fylgjast með framgangi mála. Barnamenningarhátíð verður haldin á sumarmánuðum.

Fundi slitið - kl. 19:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00