Fara í efni  

Menningar- og safnanefnd

124. fundur 23. ágúst 2023 kl. 16:30 - 18:00 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Guðríður Sigurjónsdóttir formaður
  • Ella María Gunnarsdóttir varaformaður
  • Einar Örn Guðnason aðalmaður
  • Sædís Alexía Sigurmundsdóttir varamaður
  • Jóhannes Geir Guðnason aðalmaður
  • Guðjón Þór Grétarsson fulltrúi Hvalfjarðarsveitar
Starfsmenn
  • Jón Allansson deildarstjóri minjavörslu
  • Vera Líndal Guðnadóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Vera Líndal Guðnadóttir Verkefnastjóri menningar- og safnamála
Dagskrá

1.Samtök um söguferðaþjónustu - Aðild Árgjald

2308112

Formaður SSF hafði samband vegna hugsanlegrar þátttöku Akranesvita og BÍG í SSF (Samtök um sögutengda ferðamennsku).

Farið verður yfir gögn frá formanni samtakanna og ákvörðun tekin.
Menningar- og safnanefnd felur verkefnastjóra menningarmála og forstöðumanni Byggðarsafnsins í Görðum að rýna í tilboð SSF og taka ákvörðun út frá stöðu fjárhagsáætlunar.

Samþykkt 6:0

2.Byggðasafn - geymslur

2303087

Farið verður yfir geymslumál safnsins og vinnuaðstöðu.

- Stöðu pökkunar Íþróttasafns Íslands (2303088)

- Hugmyndir eftir heimsókn á safnasvæðið Eyrabakka.

- Fjargeymsla.
Menningar- og safnanefnd leggur til að útbúin sé ítarleg verkefnaáætlun um losun fjargeymslu Byggðarsafnsins í Görðum.
Einnig leggur nefndin til að sótt verði um styrki í Safnasjóð fyrir verkefninu.

Nefndin leggur áherslu á góða samvinnu við Skipulags- og umhverfisráð í þessu verkefni og hugað verði að sameiginlegri vettvangsskoðun á fjargeymslunni.
Guðjón Þór Grétarsson fulltrúi Hvalfjarðarsveitar og Jón Allansson forstöðumaður BÍG víkja af fundi.

3.Menningarverðlaun Akraness 2023

2308114

Óska þarf eftir tilnefningum um menningarverðlaun Akraness 2023.
Menningar- og safnanefnd felur verkefnastjóra að auglýsa eftir tilnefningum um Menningarverðlaun Akraness 2023.

4.Vökudagar 2023

2308116

Undirbúningur fyrir Vökudaga 2023.
Vökudagar verða frá 26. október til 5. nóvember, dagskrá er í vinnslu.

5.Barnamenningarhátíð 2024

2301084

Undirbúningur fyrir barnamenningarhátíð.
Menningar- og safnanefnd þakkar verkefnastjóra fyrir yfirferð á stöðu verkefnisins og hlakkar til að taka þátt í framhaldinu.

6.Afmælisleiktæki

2212051

Verkefnastjóri upplýsir nefndina um stöðu mála.
Afmælisleiktækin verða sett upp í haust í Garðalundi og verður það kynnt bæjarbúum þegar uppsetningu er lokið.

7.Írskir dagar 2023

2305108

Förum yfir samantekt eftir Írska daga 2023. Ræðum niðurstöðu af 221 fundi skóla- og frístundaráðs.
Menningar- og safnanefnd tekur undir með tillögu skóla- og frístundaráðs um að stofnaður verði starfshópur skipaður fulltrúum úr skóla- og frístundaráði, velferðar- og mannréttindaráði, skipulags- og umhverfisráði og menningar- og safnanefnd ásamt embættismönnum og öðrum hagaðilum til að móta ramma og framtíðarsýn um fjölskylduhátíðina Írska daga.

Fundi slitið - kl. 18:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00