Fara í efni  

Menningar- og safnanefnd

121. fundur 10. maí 2023 kl. 17:00 - 19:15 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Guðríður Sigurjónsdóttir formaður
  • Ella María Gunnarsdóttir varaformaður
  • Einar Örn Guðnason aðalmaður
  • Martha Lind Róbertsdóttir aðalmaður
  • Jóhannes Geir Guðnason aðalmaður
  • Elín Ósk Gunnarsdóttir varamaður frá Hvalfjarðarsveit
Starfsmenn
  • Dagný Hauksdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
Fundargerð ritaði: Vera Líndal Guðnadóttir Verkefnastjóri
Dagskrá

1.Írskir dagar 2023 - Viðburðarstjóri

2305008

Fríða Kristín Magnúsdóttir viðburðarstjóri Írskra daga fer yfir stöðuna á bæjarhátíðinni 2023.
Menningar- og safnanefnd þakkar viðburðarstjóra Írskra daga fyrir gagnlega kynningu á grófu plani fyrir bæjarhátíðina í ár.
Fríða Kristín Magnúsdóttir, viðburðarstjóri Írskra daga víkur af fundi.

2.Grenndargámar á safnasvæði

2304057

Farið yfir niðurstöður frá fundi skipulags- og umhverfisráðs 3.5.23
Menningar- og safnanefnd þakkar skipulags- og umhverfisráði fyrir að taka málið til skoðunar og hvetur þau til þess að fylgja málinu eftir.

3.Íþróttasafn Íslands - geymsla muna

2303088

Farið yfir svör frá safnstjóra og næstu skref
Menningar- og safnanefnd fagnar því að vinna við skrásetningu og frágang muna sé hafin.

4.Byggðasafn - geymslur

2303087

Farið yfir stöðu mála eftir fund með skipulags- og umhverfisráði.
Menningar- og safnarnefnd felur verkefnastjóra að vinna málið áfram með viðeigandi aðilum í samráði við safnstjóra.

Menningar- og safnanefnd lýsir yfir áframhaldandi áhyggjum af óviðunnandi fjargeymsluhúsnæði fyrir safnmuni.
Elín Ósk Gunnarsdóttir víkur af fundi

5.Bæjarlistamaður Akraness 2023

2304055

Farið yfir tilnefningar til bæjarslistamanns 2023
Menningar- og safnarnefnd fór yfir mjög frambærilegar tilnefningar og komst að sátt um val á bæjarlistamanni Akraness 2023. Alls bárust 31 tilnefningar og þakkar nefndin bæjarbúum fyrir góðar undirtektir.

Menningar- og safnanefnd vísar tilnefningu sinni um bæjarlistamann Akraness 2023 til samþykkis hjá bæjarstjórn.

Samþykkt 5:0

6.Viðburðir 2023

2304056

Verkefnastjóri kynnir drög að dagskrá Sjómannadags og 17. júní.
Menningar- og safnanefnd þakkar fyrir kynningu á komandi viðburðum og hvetur bæjarbúa til þess að taka virkan þátt í hátíðarhöldunum í sumar.

Fundi slitið - kl. 19:15.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00