Fara í efni  

Menningar- og safnanefnd

119. fundur 17. apríl 2023 kl. 17:00 - 18:40 í Miðjunni, Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Guðríður Sigurjónsdóttir formaður
  • Ella María Gunnarsdóttir varaformaður
  • Einar Örn Guðnason aðalmaður
  • Jóhannes Geir Guðnason aðalmaður
  • Guðjón Þór Grétarsson fulltrúi Hvalfjarðarsveitar
Starfsmenn
  • Dagný Hauksdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
Fundargerð ritaði: Guðríður Sigurjónsdóttir formaður
Dagskrá

1.Grenndargámar á safnasvæði

2304057

Afgreiðsluerindi eftir heimsókn menningar- og safnanefndar á Byggðasafnið í Görðum.
Menningar- og safnanefnd telur staðsetningu grenndargáma við safnasvæðið geta skaðað imynd svæðisins og telur æskilegt að finna þeim nýjan stað. Mikilvægt er að hugað sé að örari tæmingu gámanna á meðan þeir eru staðsettir á safnasvæðinu til að gæta að ásýnd svæðisins.

Menningar- og safnanefnd vísar málinu til afgreiðslu í skipulags- og umhverfisráði.

Samþykkt 5:0

2.Íþróttasafn Íslands - geymsla muna

2303088

Afgreiðsluerindi eftir heimsókn menningar- og safnanefndar á Byggðasafnið í Görðum.
Menningar- og safnanefnd heimilar safnstjóra að skrásetja og ganga frá sýningunni Íþróttasafn Íslands þar sem hún er ekki opin almenningi lengur.

Samþykkt 5:0

3.Byggðasafn - geymslur

2303087

Afgreiðsluerindi eftir heimsókn menningar- og safnanefndar á Byggðasafnið í Görðum.
Menningar- og safnanefnd tekur heilshugar undir áhyggjur safnstjóra af geymslumálum byggðasafnsins. Telur menningar- og safnanefnd mikilvægt að starfsfólk safnsins hefji undirbúning fyrir grisjun og frágang á þeim munum sem staðsettir eru í fjargeymsluhúsnæði safnsins.

Sviðsstjóra og verkefnastjóra er falið að vinna málið áfram í samráði við Skipulags- og umhverfissvið.

Samþykkt 5:0
Guðjón Þór Grétarsson víkur af fundi

4.Bæjarlistamaður Akraness 2023

2304055

Menningar- og safnanefnd felur verkefnastjóra að auglýsa eftir tilnefningum til Bæjarlistarmanns Akraness 2023 á vefsíðu Akraneskaupsstaðar. Opið verður fyrir tilnefningar til og með 8. maí.
Nefndin hvetur bæjarbúa til að koma tillögum sínum á framfæri.

Samþykkt 4:0

5.Viðburðastjóri vegna Írskra daga

2212091

Kynning á afgreiðslu bæjarráðs.
Menningar- og safnanefnd lýsir yfir ánægju sinni með tilfærslu fjármagns vegna ráðningar á Viðburðarstjóra fyrir Írska daga 2023.

6.Viðburðir 2023

2304056

Menningar- og safnanefnd hefur undirbúning og umræður um 17. júní og Sjómannadaginn.
Stefnt er að hefðbundnum hátíðarhöldum.

7.Vetrardagar 2023

2303109

Menningar- og safnanefnd færir öllum þeim sem stóðu fyrir metnaðarfullum viðburðum kærar þakkir fyrir þeirra framlag til velheppnaðra Vetrardaga. Gaman var að sjá öflugt og fjölbreytt menningarlíf bæjarins og góða þátttöku íbúa.

8.Listavinnuskólinn

2304072

Verkefnastjóri kynnir fyrirhugaðan Listavinnuskóla. Menningar- og safnanefnd er ánægð með framtakið og fagnar þessari nýjung í starfsemi Vinnuskóla Akraness.

Fundi slitið - kl. 18:40.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00