Fara í efni  

Menningar- og safnanefnd

85. fundur 04. júní 2020 kl. 17:00 - 18:45 í Stúkuhúsinu að Görðum
Nefndarmenn
  • Ólafur Páll Gunnarsson formaður
  • Guðríður Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Helga Kristín Björgólfsdóttir aðalmaður
  • Ingþór B. Þórhallsson aðalmaður
  • Guðmundur Claxton aðalmaður
Starfsmenn
  • Ella María Gunnarsdóttir forstöðumaður menningar- og safnamála
Fundargerð ritaði: Ella María Gunnarsdóttir forstöðumaður menningar- og safnanefndar
Dagskrá

1.Aðgerðir Akraneskaupstaðar vegna Covid-19 - Menningarmál

2004224

Forstöðumaður leggur fram fyrirspurn sem barst til nefndarinnar um málið.
Forstöðumanni falið að vinna að úrlausn málsins í samræmi við umræður á fundinum.

2.Sjómannadagurinn 2020

2006046

Forstöðumaður stýrir umræðum um fyrirkomulag Sjómannadags 2020.
Fyrirkomulag sjómannadags 2020 rætt og er fyrirkomulag í samræmi við fyrri ákvörðun nefndarinnar vegna Covid.

3.Bæjarlistamaður Akraness 2020

2004225

Forstöðumaður leggur fram lista yfir tillögur um bæjarlistamann 2020.
Forstöðumanni falið að koma tillögu nefndarinnar ásamt rökstuðningi til bæjarstjórnar.

4.17. júní 2020

2006043

Forstöðumaður stýrir umræðum um fyrirkomulag á 17. júní 2020.
Forstöðumanni falið að ræða við aðila í tengslum við hlutverk fjallkonu og hátíðarræðu í samræmi við umræður á fundinum. Í ár verður fallið frá hefðbundnum 17. júní hátíðahöldum á Akratorgi vegna Covid-19. Boðið verður upp á hátíðardagskrá í streymi á netmiðlum Akraneskaupstaðar. Nánar auglýst síðar.
Bæjarbúar eru hvattir til að skreyta nærumhverfi í tilefni dagsins og gera sér glaðan dag með sínu fólki.

5.Írskir dagar 2020

2006048

Forstöðumaður stýrir umræðum um fyrirkomulag á Írskum dögum 2020.
Ákveðið að fólki verði ekki stefnt saman á Akranesi á Írskum dögum en unnið verði að því að tengja fólk saman með einum eða öðrum hætti. Allar upplýsingar um viðburðahald verða kynntar á skagalif.is um leið og þær liggja fyrir. Forstöðumanni falið að vinna að dagskrá í samræmi við umræður á fundinum og í samvinnu við tengda aðila og tilmæli sóttvarnarlæknis.

Fundi slitið - kl. 18:45.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00