Fara í efni  

Menningar- og safnanefnd

42. fundur 13. júní 2017 kl. 17:00 - 18:00 í fundarherbergi 1. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Ingþór B. Þórhallsson formaður
  • Guðmundur Claxton aðalmaður
  • Þórunn María Örnólfsdóttir aðalmaður
  • Guðríður Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Helga Kristín Björgólfsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Ella María Gunnarsdóttir forstöðumaður menningar- og safnamála
Fundargerð ritaði: Ella María Gunnarsdóttir forstöðumaður menningar- og safnamála
Dagskrá

1.Listaverk á Írskum dögum - styrkumsókn

1706015

Erindi kynnt
Nefndin tekur vel í erindið og felur forstöðumanni að ganga frá málinu í samræmi við tillögu forstöðumanns.

2.Írskir dagar 2017

1703036

Forstöðumaður leggur til að í ár verði markaður felldur út úr dagskrá sökum dræmrar þátttöku.
Nefndin samþykkir tillögu forstöðumanns.

3.Rekstur héraðsskjalasafna

1706033

Héraðsskjalavörður kynnir erindi. Óskað er eftir samþykki nefndarinnar á fyrirliggjandi umsögn til Þjóðskjalasafns Íslands um drög að reglugerð um rekstur héraðsskjalasafna.
Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir og Erla Dís Sigurjónsdóttir héraðsskjalaverðir komu inn á fund varðandi þennan fundarlið.

Nefndin samþykkir fyrirliggjandi umsögn héraðsskjalavarðar til Þjóðskjalasafns Íslands um drög að reglugerð um rekstur héraðsskjalasafna. Jafnframt leggur nefndin til að ný reglugerð verði unnin í samráði við héraðsskjalaverði og Samband íslenskra sveitarfélaga.

Fundi slitið - kl. 18:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00