Fara í efni  

Menningar- og safnanefnd

32. fundur 11. ágúst 2016 kl. 17:00 - 18:15 í fundarherbergi 1. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Ingþór B. Þórhallsson formaður
  • Guðmundur Claxton aðalmaður
  • Guðríður Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Helga Kristín Björgólfsdóttir aðalmaður
  • Jónella Sigurjónsdóttir fulltrúi Hvalfjarðarsveitar
  • Þórunn María Örnólfsdóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Ella María Gunnarsdóttir forstöðumaður
Dagskrá

1.Byggðasafnið - framtíðarsýn

1602055

Forstöðumaður menningar- og safnamála upplýsir um stöðu mála varðandi málefni mannvirkja Byggðasafns.

Forstöðumaður greinir einnig frá fyrirspurn sem barst varðandi uppsetningu líkans.
Forstöðumaður lagði fram minnisblað til sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs varðandi viðhaldsþörf og framkvæmdir á mannvirkjum Byggðasafnsins.

Fyrirspurn varðandi uppsetningu líkans rædd.

2.Rekstur kaffihúss á Byggðasafninu í Görðum (Garðakaffi)

1604095

Forstöðumaður menningar- og safnamála leggur fram tillögu um framlengingu á samningi um rekstur á kaffihúsi á Byggðasafninu.
Menningar- og safnanefnd samþykkir tillögu forstöðumanns menningar- og safnamála. Forstöðumanni falið að ganga frá samkomulagi. Jafnframt leggur nefndin til að forstöðumaður endurskoði opnunartíma safnaskála í vetur.

3.Írskir dagar 2016

1512253

Forstöðumaður menningar- og safnamála greinir frá framkvæmd hátíðarinnar.
Menningar- og safnanefnd þakkar verkefnastjóra Írskra daga og forstöðumanni menningar- og safnamála ásamt öllum þeim sem komu að hátíðinni í ár fyrir vel unnin störf.

4.Merkingar á útilistaverkum og öðrum markverðum stöðum

1503240

Forstöðmaður menningar- og safnamála kynnir mismunandi möguleika á útfærslum merkinga.

Forstöðumaður leggur fram tillögu um staðsetningu á listaverki eftir eistneskan eldsmið.
Menningar- og safnanefnd felur forstöðumanni menningar- og safnamála að láta útbúa skilti til prufu fyrir merkingar á húsum Byggðasafnsins skv. tillögu forstöðumanns.

Nefndin leggur til að tillaga garðyrkjustjóra um staðsetningu verði höfð til hliðsjónar við uppsetningu verksins Ilmapuu eftir eistneska listamanninn Ivar Feldmann. Menningar- og safnanefnd þakkar Ivar Feldmann fyrir verkið.

5.Listaverkasafn Akraness

1512175

Forstöðumaður menningar- og safnamála greinir frá stöðu mála.
Forstöðumaður fór yfir stöðu mála.

Fundi slitið - kl. 18:15.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00