Fara í efni  

Menningar- og safnanefnd

4. fundur 20. janúar 2015 kl. 17:30 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Guðmundur Claxton aðalmaður
  • Þórunn María Örnólfsdóttir aðalmaður
  • Jónella Sigurjónsdóttir fulltrúi Hvalfjarðarsveitar
  • Elinbergur Sveinsson aðalmaður
  • Ingþór B. Þórhallsson formaður
  • Guðríður Sigurjónsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Jón Allansson forstöðumaður Byggðasafnsins í Görðum
  • Anna Leif Elídóttir verkefnisstjóri
Fundargerð ritaði: Anna Leif Elídóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Kútter Sigurfari - staða mála

903133

Í ljósi ástands og stöðu mála með Kútter Sigurfara telur menningar- og safnanefnd sér ekki fært að þiggja styrk sem úthlutað hefur verið úr Græna hagkerfinu með milligöngu Minjaverndar og var ætlaður til endurbóta á Kútter Sigurfara. Styrkurinn sem er að upphæð 5 milljónir króna mun ekki duga fyrir nauðsynlegum endurbótum eða lagfæringum en kostnaður við endurbætur á kútternum hleypur á tugum ef ekki á hundruðum milljóna króna. Á árinu 2007 var skrifað undir samkomulag við menntamálaráðuneytið um samstarf við endurbætur á Kútter Sigurfara og veitti ráðuneytið 60 milljónum króna til endurbótanna. Sú fjárhæð hefur aldrei komið til greiðslu þrátt fyrir ítrekaðar óskir forsvarsmanna Akraneskaupstaðar þar að lútandi. Menningar-og safnanefnd telur fullreynt að fá ríkisvaldið til að styðja við endurgerð Kútters Sigurfara og á meðan heldur ástand skipsins áfram að versna og er nú svo komið að af því stafar hætta. Menningar- og safnanefnd óskar því eftir að bæjarstjóranum á Akranesi verði falið fyrir hönd eignaraðila að afþakka styrkinn frá Minjavernd og jafnframt verði forstöðumanni safnsins falið að gera áætlun um að taka skipið niður og fjarlægja það. Sú áætlun liggi fyrir þann 1. mars næstkomandi. Jón Allansson forstöðumaður Safnasvæðisins víkur af fundi kl. 18.10. Menningar- og safnanefnd felur verkefnastjóra að koma þessari bókun til bæjarráðs Akraness og sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.

2.Styrkir 2015 til íþrótta- atvinnu- og menningarmála og annarra mála

1410157

Guðríður Sigurjónsdóttir víkur af fundi vegna vanhæfis. Ingþór B. Þórhallsson víkur af fundi vegna vanhæfis. Farið var yfir lista yfir umsækjendur í styrktarpott er varða menningar- atvinnu og íþróttamál. Menningar- og safnanefnd skilar umsögnum/tillögum til bæjarráðs um úthlutun er varða umsóknir sem heyra undir þeirra starfssvið.

3.Írskir dagar 2015

1411125

Málin rædd. Nefndin hefur hug á að endurskoða fyrirkomulag írskra daga.

Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00