Fara í efni  

Íþróttanefnd (2000-2002)

305. fundur 10. október 2001 kl. 20:00 - 22:00

305. fundur íþróttanefndar var haldinn í íþróttamiðstöðinni Jaðarsbökkum,  miðvikudaginn  10.október s.l.  2001 og hófst hann kl. 20:00

Mættir voru: Ingibjörg Haraldsdóttir formaður
 Jóhanna Hallsdóttir
Sævar Haukdal ritari
 
Íþróttafulltrúi:  
Fulltrúi ÍA Sturlaugur Sturlaugsson

Fyrir tekið:

Dagskrá:

1. Bréf bæjarráðs dags. 4. október 2001, varðandi umsögn íþróttanefndar um skýrslu PricewaterhouseCoopers.
Íþróttanefnd vill að farið verði eftir fyrri tillögum sínum um skipurit frá 301. fundi 30/5 2001 þ.e.a.s. að sameinað sé starf íþrótta- og æskulýðsfulltrúa í eina stöðu sem sjái um faglega vinnu í þessum málaflokkum.  Einnig leggur nefndin mikla áherslu á að íþrótta- og æskulýðsmál fari undir Fræðslu- og Menningasvið m.a. vegna mikilvægrar samvinnu milli skóla, æskulýðs- og íþróttahreyfingar.  Einn þáttur í þessum málaflokkum eru forvarnir og eiga þeir heima hjá sameinuðu starfi íþrótta- og æskulýðsfulltrúa í samvinnu við skólayfirvöld.  Nefndin fagnar þeirri tillögu að setja einn rekstrarstjóra yfir íþróttamannvirki bæjarins.


Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 21.30

Undirrituð.
Ingibjörg Haraldsdóttir
Sævar Haukdal
Jóhanna Hallsdóttir
Sturlaugur Sturlaugsson

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00