Fara í efni  

Íþróttanefnd (2000-2002)

290. fundur 10. janúar 2001 kl. 18:00 - 20:00

290. fundur íþróttanefndar haldinn í íþróttamiðstöðinni Jaðarsbökkum, miðvikudaginn 10. janúar 2001, klukkan 18.00.

Mættir á fundinn: Sigurður Hauksson, Sigríður Guðmundsdóttir. Jóhanna Hallsdóttir,  Ingibjörg Haraldsdóttir,.Stefán Már Guðmundsson, íþróttafulltrúi og Sturlaugur Sturlaugsson, fulltrúi ÍA.

1. Rekstur á þrektækjasölunum.
Stefán Már ræðir um hvernig megi bæta reksturinn á þrektækjasölunum.
Fyrsta skref verður að fulltrúar bæjarins munu ræða við fulltrúa íþróttabandalagsins.

2. Nýting á íþróttamannvirkjum.
Stefán Már skýrir frá nýtingu mannvirkjanna árið 2000 skv. talningu starfsmanna.
Nýting á tímum íþróttafélaganna er oft ekki nógu góð og leggur Stefán til að ákveðnar reglur verði settar um þetta mál
Mikill fjöldi fólks sækir tækjasalinn og komast oft færri að en vilja og mikið um að unglingar frá 14 ára aldri séu í salnum eftirlitslaus og leggur Stefán til að settur verði upp sér tími fyrir unglinga, með leiðbeinanda. Tíminn milli kl. 17 og 20 er mjög þéttsetinn og leggur Stefán til að takmarkaður verði aðgangur íþróttafélaganna að salnum á þeim tíma.
Ákv. að Ingibjörg, Stefán og Sturlaugur skoði þessi mál og komi með tillögu til íþróttanefndar á næsta fund nefndarinnar.

3. Verðskrá íþróttamannvirkja.
Mismunur er á gjaldi í íþróttahúsin og leggur Stefán til að að það verði samræmt milli húsanna.
Stefán Már leggur til að gjaldið í þreksalinn verði hækkað uppí 300 kr.
Nefndin leggur til að málinu verði frestað og Ingibjörg,  Stefán og Sturlaugur skoði þetta mál einnig.

4. Íþróttamálefni er varða einsetningu grunnskólanna á Akranesi.
Stefán leggur til að íþróttanefnd óski eftir fundi með skólanefnd og einsetningarnefnd.
Það er samþykkt.

5. Bréf frá yfirþjálfara knattspyrnufélagsins vegna aðstöðuleysis.
Íþróttafulltrúi leggur fram bréf frá yfirþjálfara unglingadeildar knattspyrnufélagsins, þar sem hann kvartar yfir aðstöðuleysi fyrir yngri flokka félagsins, bæði hvað varðar æfingar og aðstöðu fyrir þau fyrir æfingar. Stefán Már mun svara bréfinu og reyna að leysa málin.

6. Úthlutun styrkja frá bæjarráði.
Bæjarráð hefur verið að úthluta styrkjum til íþróttafélaga án þess að íþróttanefnd eða íþróttafulltrúi hefðu nokkrar upplýsingar um málið og hefur íþróttafulltrúi fengið fyrirspurnir um málið. Umræður urðu um hvernig standa bæri að slíkum málum.

7. Uppsögn Sólrúnar Dalkvist á Vesturgötu og framhald á starfi Áka Jónssonar.
Sólrún Dalkvist hefur sagt starfi sínu lausu frá 8. febrúar nk. Starfið hefur verið auglýst laust til umsóknar.
Knýja þarf á um fastráðningu Áka Jónssonar.

8. Starfslýsing íþróttafulltrúa
Stefán leggur fram starfslýsingu íþróttafulltrúa og óskar eftir að nefndarmenn lesi hana yfir og  málin verði síðan rædd á næsta fundi nefndarinnar.

9.  Önnur mál
Bréf frá Badmintonfélagi Akraness. ? Lýst óánægju yfir að teknir hafa verið af þeim tímar fyrir trimmara félagsins.
Málinu vísað til nefndarinnar sem mun fara yfir nýtingu íþróttamannvirkjanna.

Þriggja ára áætlun frá bæjarstjórn lögð fram.

 

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00