Fara í efni  

Íþróttanefnd (2000-2002)

288. fundur 29. nóvember 2000 kl. 18:00 - 20:00
288 fundur íþróttanefndar haldinn í íþróttamiðstöðinni Jaðarsbökkum, miðvikudaginn 29. nóvember 2000

Mættir á fundi: Ingibjörg Haraldsóttir, Jón Ævar Pálmason og Bryndís Guðjónsdóttir.
Auk þeirra: Stefán Már Guðmundsson, íþróttafulltrúi og Halldór Jónsson, fulltrúi ÍA.


1. Umsóknir um styrki vegna afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2001.
Fyrir liggur bréf frá bæjarráði þar sem óskað er umsagnar á umsóknum þriggja íþróttafélaga sem sóttu um styrk skv. nýlegri auglýsingu. Þetta eru Golfklúbburinn Leynir, Karatefélag Akraness og Íþróttafélagið Þjótur, íþróttafélag fatlaðra á Akranesi.

Íþróttanefnd mælir með úthlutun til Karatefélags Akraness og Íþróttafélagsins Þjóts. Nefndin telur að beiðni Golfklúbbsins Leynis falli ekki undir verksvið nefndarinnar en tekur jákvætt í að endurskoða og/eða framlengja núgildandi framkvæmdarsamning við félagið.

2. Viðurkenningar íþróttanefndar til Íslandsmeistara.

Samþykkt að bjóða börnum og unglingum sem unnu Íslandsmeistaratitla á árinu til kvöldverðar milli jóla og nýárs og veita þeim viðurkenningar. Íþróttafulltrúa falið að undirbúa málið.

3. Önnur mál.
a. Opnunartími sundlauga og umsögn um tillögu sem bæjarráð vísaði til nefndarinnar 29. júní sl.. Eftir er að taka saman kostnað vegna lengri opnunartíma. Stefnt að því að ljúka málinu á næsta fundi og íþróttafulltrúa falið að undirbúa málið.


Fundi slitið klukkan 21:05.
   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00