Fara í efni  

Hafnarstjórn (2000-2004)

54. fundur 29. desember 2004 kl. 18:00 - 19:00

Fundur í hafnarstjórn Akraness var haldinn í Kirkjuhvoli, miðvikudaginn 29. desember 2004 og hófst hann kl. 18:00.


Mættir voru:               Kristján Sveinsson, formaður,

                                  Björn S. Lárusson,

                                  Gunnar Sigurðsson,

                                  Herdís Þórðardóttir.

 

Auk þeirra yfirhafnarvörður, Þorvaldur Guðmundsson og hafnarstjóri, Gísli Gíslason, sem einnig ritaði fundargerð.


Fyrir tekið:

 

1. Erindi Þorgeirs og Ellerts hf. dags. 20.10.2004 varðandi niðurfellingu á leigu vegna skipalyftu.

Með vísan til almennra samkeppnisregna getur hafnarstjórn ekki orðið við erindinu, en hafnarstjóra falið að ræða við bréfritara um uppgjör skuldarinnar.

 

2. Yfirlitsskýrsla Siglingastofnunar varðandi sjóvarnir dags. 16.12.2004.

Lögð fram.

 

3. Önnur mál.

Þar sem fundurinn er síðasti fundur hafnarstjórnar Akraness áður en Faxaflóahafnir sf. taka formlega til starfa samþykkir hafnarstjórn í tilefni þessara tímamóta að styrkja rekstur Listasetursins Kirkjuhvols um kr. 500.000.  Jafnframt samþykkir hafnarstjórn að leggja kr. 250.000 til endurnýjunar á klukkuturni að Görðum, en turninn hefur á liðnum áratugum verið kennileiti fyrir sjómenn á Akranesi auk þess sem á árinu 2005 eru 100 ár liðin frá fæðingu séra Jóns M. Guðjónssonar, en hann var einn af stofnendum Slysavarnafélags Íslands.

 

Formaður þakkaði stjórnarmönnum, hafnarstjóra, yfirhafnarverði og starfsmönnum hafnarinnar gott og farsælt samstarf á liðnum árum og óskaði nýju sameinuðu hafnafyrirtæki farsældar og gæfu á komandi árum.

Hafnarstjóri og aðrir hafnarstjórnarmenn færðu formanni þakkir fyrir gott og farsælt samstarf.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00