Fara í efni  

Hafnarstjórn (2000-2004)

53. fundur 22. nóvember 2004 kl. 17:00 - 18:00

Fundur í hafnarstjórn Akraness var haldinn í fundarsal bæjarskrifstofu, Stillholti 16-18, mánud. 22. nóvember 2004 og hófst hann kl. 17:00.


Mættir voru:                   Kristján Sveinsson, formaður,

                                      Björn S. Lárusson,

                                      Gunnar Sigurðsson,

                                      Magnús Guðmundsson,

                                     

Auk þeirra Gísli Gíslason, hafnarstjóri, sem einnig ritaði fundargerð.


Fyrir tekið:

 

1. Erindi Atlantsolíu um aðstöðu fyrir afgreiðslu á olíu til smábáta.

Kristján og Gunnar viku af fundi.

Hafnarstjórn samþykkir að heimiluð verði uppsetning á aðstöðu fyrir olíudælu við enda svonefndrar flotbryggju enda annist Atlantsolía allan kostnað við uppsetningu og frágang, sem skal vera í samræmi við lög og reglur.  Þar sem breytingar kunna að verða á staðsetningu á afgreiðslu olíu til smábáta í framtíðinni er leyfið veitt til fimm ára.  Umsækjandi leggi endanlegar teikningar fyrir hafnarstjórn til staðfestingar.

 

2. Bréf Hafnasambands sveitarfélaga, dags. 28.9.2004, varðandi birtingu gjaldskráa.

Lagt fram.

 

3. Gögn varðandi fjárhagsáætlun fyrir Akraneshöfn og verkefni á árinu 2005.

Hafnarstjóri gerði grein fyrir tillögum að framkvæmdum á árinu 2005.

 

4. Bréf Siglingastofnunar varðandi framkvæmdir í Akraneshöfn og við landbrotsverkefni.

Lagt fram.

 

5. Hugmyndir um stækkun Akraneshafnar.

Hafnarstjórn hefur yfirfarið umræddar hugmyndir en ráð er fyrir þeim gert í endurskoðun aðalskipulags Akraness.  Hafnarstjórn telur að í ljósi þess markmiðs að efla Akraneshöfn sem fiskihöfn sé nauðsynlegt að taka hugmyndirnar til frekari skoðunar t.d. með svonefndum líkantilraunum.  Hafnarstjórn samþykkir að vísa frekari umfjöllun málsins til stjórnar Faxaflóahafna sf.

 

6. Framkvæmdir við endurnýjun rafmagns á Bátabryggju.

Hafnarstjóri gerði grein fyrir stöðu málsins.

 

7. Stofnun Faxaflóahafna sf.

Þann 17. nóvember s.l. voru samþykktir undirritaðar fyrir nýtt sameignarfyrirtæki, Faxaflóahafnir, en fyrirtækið mun taka við rekstri Reykjavíkurhafnar, Akraneshafnar, Grundartangahafnar og Borgarneshafnar þann 1. janúar n.k.

 

8. Erindi Tryggva Óttars Leifssonar varðandi fiskmarkað á Akranesi.

Hafnarstjórn er reiðubúin til að taka tillit til starfseminnar við ráðstöfun lóðar við hlið þess húsnæðis sem verið er að skoða.  Hafnarstjóra falið að svara erindinu að öðru leyti.

 

9. Önnur mál.

Ákveðið að halda næsta hafnarstjórnar þann 29. desember n.k.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:00

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00