Hafnarstjórn (2000-2004)
Björn S. Lárusson,
Gunnar Sigurðsson,
Magnús Guðmundsson,
Varafulltrúi: Eiður Ólafsson.
Auk þeirra Þorvaldur Guðmundsson, yfirhafnarvörður og
1. Viðhaldsverkefni bátabryggju.
Yfirhafnarvörður gerði grein fyrir nauðsyn á uppsetningu raflagna og lýsingar á bátabryggu og nauðsyn þess að leggja slitlag á hluta bryggjunnar. Yfirhafnaverði falið að leita tilboða í þau atriði sem nefnd voru.
2. Verklok á aðalhafnargarði.
Lagt fram yfirlit um kostnað og framlag ríkisins, en heildarkostnaður við verkið var 160,1 mkr. Hafnastjóra falið að undirbúa formlega opnun bryggjunnar.
3. Bréf Eimskipafélags Íslands ehf., dags. 30.6.2004, varðandi framkvæmd laga um siglingavernd 1. júlí 2004.
Hafnarstjóra falið að svara erindinu.
4. Bréf Hafnasambands sveitarfélaga, dags. 18.8.2004, varðandi hafnasambandsþing 2004, ásamt dagskrá.
Lagt fram.
5. Bréf Hafnasambands sveitarfélaga, dags. 10.9.2004, varðandi endurskoðun hafnalaga nr. 61/2003.
Lagt fram.
6. Erindi Atlantsolíu, dags. 10.9.2004, þar sem óskað er eftir að fá úthlutað aðstöðu fyrir olíutank og dælu sem ætluð er til afgreiðslu fyrir smábáta í Akraneshöfn.
Í endurskoðuð deiliskipulagi Akraneshafnar er gert ráð fyrir að núverandi aðstaða fyrir afgreiðslu á olíu til smábáta verði færð. Hafnarstjórn hefur áður ályktað um að olíufélögin sameinist um afgreiðslubúnað, en svar við því erindi hefur ekki borist. Hafnarstjórn getur fallist á að settur verði upp olíutankur við hlið þeirra tanka sem fyrir eru, til bráðabirgða þar til aðstaðan verður færð á annan stað. Leyfi þetta er háð því skilyrði að Atlantsolía nái samkomulagi við hin olíufélögin um afnot annarrar þeirrar flotbryggju sem er á staðnum, en vegna þrengsla og grynninga er ekki unnt að setja þriðju flotbryggjuna á svæðið.
Gunnar og Kristján viku af fundi við afgreiðslu málsins.
7. Staða mála varðandi sameiningu hafna.
Hafnastjóri gerði grein fyrir stöðu málsins.
8. Starfsmannamál.
Yfirhafnarverði falið að ganga frá málinu í samræmi við umræður á fundinum.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 17:30