Fara í efni  

Hafnarstjórn (2000-2004)

50. fundur 11. maí 2004 kl. 08:00 - 09:00

Fundur í hafnarstjórn Akraness var haldinn í fundarsal bæjarskrifstofu, Stillholti 16-18, þriðjudaginn 11. maí 2004 og hófst hann kl. 08:00.


 Mættir voru:                   Kristján Sveinsson, formaður,

                                      Herdís Þórðardóttir,

                                      Gunnar Sigurðsson,

                                      Magnús Guðmundsson,

                                      Björn S. Lárusson.

 

Auk þeirra Þorvaldur Guðmundsson yfirhafnarvörður og Gísli Gíslason, hafnarstjóri, sem einnig ritaði fundargerð.


 Fyrir tekið:

 

1. Tilboð í girðingar vegna hafnaverndar.

Fyrir lágu verðtilboð sem leitað hefur verið í lausar og fastar girðingar á Bátabryggju, Aðalhafnargarð og Faxabryggju.  Hafnarstjórn samþykkir að miðað verði við fasta girðingu á Faxabryggju og Bátabryggju, en lausa girðingu á Aðalhafnargarði.  Með vísan til umsagnar Hönnunar hf. um fyrirliggjandi tilboð samþykkir hafnarstjórn að taka tilboði Sandblásturs hf. í girðingarefni og tilboði Girðingarþjónustunnar hf. í uppsetningu.

 

2. Tilboð í eftirlitsmyndavélar vegna hafnaverndar.

Fyrir lágu verðtilboð í eftirlitsmyndavélar og myndþjóna frá 6 aðilum.  Á

grundvelli umsagnar Hönnunar hf. samþykkir hafnarstjórn að taka tilboði

Öryggismiðstöðvar Íslands hf. í tvær myndavélar og myndþjón.

 

3. Bréf Haraldar Böðvarssonar hf. vegna framkvæmda á aðalhafnargarði.

Hafnarstjórn vísar til fyrri samþykktar þar sem samþykkt er uppsetning krana, færibanda og húss við krana í samræmi við fyrirliggjandi teikningar.

 

4. Bréf Hafnasambands sveitarfélaga,dags. 7.5.2004,varðandi túlkun á 4. mgr. 17. gr. hafnalaga.

Lagt fram.

 

5.Önnur mál.

Hafnarstjóri gerði grein fyrir viðræðum við fulltrúa Sementsverksmiðjunnar hf. varðandi lóðamál og afnot hluta af skemmu

verksmiðjunnar á hafnarsvæðinu.  Hafnarstjóra heimilað að vinna áfram að málinu.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 9:00

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00