Fara í efni  

Hafnarstjórn (2000-2004)

49. fundur 05. apríl 2004 kl. 12:00 - 13:00

Fundur í hafnarstjórn Akraness var haldinn í fundarsal bæjarskrifstofu, Stillholti 16-18,  mánudaginn 5. apríl 2004 og hófst hann kl. 12:00.


Mættir voru: Kristján Sveinsson,
 Herdís Þórðardóttir,
 Gunnar Sigurðsson.


Auk þeirra Júlíus Víðir Guðnason hafnarvörður og Gísli Gíslason, hafnarstjóri, sem einnig ritaði fundargerð.


Fyrir tekið:
 
1. Ársreikningur hafnarsjóðs fyrir árið 2003.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir helstu niðurstöðum.  Hafnarstjórn samþykkir reikninginn og vísar honum til fyrri umræðu í bæjarstjórn.  Rekstrartekjur hafnarsjóðs árið 2003 voru 83,1 mkr. á móti 83,6 mkr. árið 2002.  Rekstrargjöld voru árið 2003 65,8 mkr. á móti 73,5 mkr. árið 2002.  Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og vexti var á árinu 2003 17,3 mkr. á móti 10,1 mkr. árið 2002.  Veltufé frá rekstri árið 2003 var 12,1 mkr. á móti 9,4 mkr. árið 2002.
 
2. Staða mála varðandi hafnavernd.

Júlíus gerði grein fyrir vinnu við verkefnið og stöðu mála.  Verndaráætlun og áhættumati hefur verið send inn.  Ákveðið hefur verið að Akraneshöfn verði með hópi hafna sem óska munu verðtilboða í ákveðinn búnað og
girðingar sem nauðsynlegt verður að setja upp.

 
3. Málefni fiskmarkaðar.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir stöðu málsins.
 
4. Rekstrarleiga bifreiðar.
Yfirhafnarverði heimilað að taka bifreið á rekstrarleigu vegna þjónustu við Grundartangahöfn o.fl.
 
5. Heimsókn frá Reykjavíkurhöfn 21. apríl n.k.

Hafnarstjóri gerði grein fyrir málinu.

 

6. Greinargerð á rekstri Akraneshafnar, Hafnasjóðs Snæfellsbæjar og Hafnasjóðs Fjarðarbyggðar, unnin fyrir hafnarráð.
Lögð fram.
 
7. Önnur mál.
Gerð var grein fyrir gangi framkvæmda við lagningu þekju á
Aðalhafnargarði og nauðsyn þess að tengja þekjuna við malbiksslitlag
með malbiksyfirlögn.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir nokkrum atriðum varðandi stafsmannamál.
  
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 13:00

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00